Óðinn - 01.07.1935, Side 14

Óðinn - 01.07.1935, Side 14
62 Ó Ð I N N Borgarstjórinn: Kölski — það er rússneskt nafn, að því er mjer heyrist. Vel að merkja; þú ert Gyðingur að ætt og uppruna. Kölski: ]eg get stært mig af því að vera allra þjóða; heimsborgari. ]eg mæli á öllum málum; tala öllum tungum. Borgarstjórinn: ]á, það er mikill heiður fyrir Gyðinginn að eiga heima jafnt í öllum löndum versl- unarinnar. K ö I s k i (hýrnar til augnanna og Iifnar allur við): ]á, verslunarinnar — hinnar opinberu aðal-hóru /fiinir þrír kippast við og taka andköf, en átta sig fljótt — sjá að ekki tjáir að láta bera á því, að þeir hafi hneykslast). Þið gætuð kynst henni persónulega, ef þið kæmuð heim til mín. (Hinir líta niður fyrir sig og brosa — varast að líta hver til annarsj. Biskupinn (hefur náð sjer aftur): Gyðingurinn er ærlegastur allra kaupsýslumanna. Annara þjóða kaupmenn gera ykkur að vinum sínum, vekja tiltrú ykkar til að komast í færi til að fjefletta ykkur — jafnvel telja ykkur trú um að þá sjeu þeir að hjálpa ykkur, sjá aumur á ykkur; en þið vitið að Gyðingur- inn er æfinlega reiðubúinn að flá ykkur og hann veit að þið vitið það. Kölski (vandraeðalega): ]eg hafði búist við mörgu mjer alveg óskiljanlegu, en aldrei við því, að þið annaðhvort ekki þektuð mig frá ykkar bestu mönn- um eða vilduð ekki kannast við mig. ]eg hef sagt ykkur að jeg heiti Kölski. Hver maður með meðal greind og almenna fræðslu hefði átt að geta áttað sig á því eingöngu. ]eg verð að segja ykkur það með berum orðum að jeg er djöfullinn sjálfur. Biskupinn (mjög hátíðlega): Við slíka játningu sem þessa fellur þú ekki í áliti rjett hugsandi manna. Það er í fylsta máta drengilegt — ekki að hlífa sjálfum sjer, heldur að kannast við sinn breyskleika. Mjer þykir fyrir að þurfa að segja þjer, að þvílíku eigum við ekki að venjast. Kölski: ]eg trúi því fyrst þú segir það, biskup. Biskupinn (auðmjúklegaj: ]eg — jeg er aðeins munnharpa meistarans. Kölski (snýr sjer til hinna. Með föðurlegri blíðuj: I því tilfelli að ykkur hafi snúist hugur við nánari málkynni, er ykkur í sjálfsvald sett að hafna tilboð- um mínum. ]eg mundi hvorki blikna nje blána; eng- inn hefur oltið úr hærri tröppu en jeg, án þess að meiðast; jeg mundi bara fara annað — þangað, sem boðum mínum yrði betur tekið. Borgarstjórinn (lítur spyrjandi augum til biskupsins — finnur hvað er óhætt): Eins og nú er ástatt hjer í borginni, væri það hin mesta blindni — (lítur hornauga til þingmannsinsj, að jeg ekki segi ábyrgðarhluti fyrir okkur, sem höfum trúnaðarstöður — (lítur til Kölska), að hafna tilboðum þínum og sleppa þjer þangað, sem þín væri ef til vill minni þörf. Þingmaðurinn (snýr sjer til Kölska — rjettir upp hægri hendina): Sem forsæíisráðherra leyfi jeg mjer að láta þá ósk í ljós, að þú sannfærðist um það nú þegar, að við erum þín — (truflaður) — mjúku — (truflaður) — þjó — (truflaðurj. K ö 1 s k i (hefur þrisvar reynt að þagga niður í þingmanninum): Ðiskupinn vill tala. Þingmaðurinn (leiðrjettir): — þínir auðmjúku þjónar. B i s k u p i n n (stendur upp): Kölski — hvað sem þú heitir og hvað sem þú ert í raun og veru, tel jeg þig blátt áfram góðan — með afbrigðum góðan. ]eg tel að þú berir langt af flestum mönnum, eftir þeim kynnum sem jeg hef haft af þeim. ]eg hafði, satt að segja, enga hugmynd um að slíkur ágætismaður væri til. Þú játar að þú sjert vondur og vilt ekki láta telja þig betri en þú ert; en flestir menn neita því, að þeir sjeu vondir og vilja láta telja sig betri en þeir eru. Þú vilt ekki koma í kirkju, því þú vilt ekki sýnast betri en þú ert; en menn koma í kirkju og kenna í sunnudagaskóla til að sýnast betri en þeir eru — fremja þess utan sömu glæpina sem þú. Safnaðar- glæpamenn eru sekari en utansafnaðar-glæpamenn; fyrir það yfirskin guðhræðslunnar eru þeir syndugri og sekari en þú, þótt þú sjert djöfull. Nei — fyrir- gefið þið — djöfullinn er ekki það illa, sem notar hið illa til að koma hinu illa fram, heldur það illa, sem notar hið góða til að koma hinu illa fram. (Kölska hefur auðsjáanlega liðið illa undir ræðunni — birtan farið minkandi —. eldurinn á arninum tekið að braka og reykja. Biskupinn snýr sjer til borgar- stjórans og þingmannsins). ]eg krefst að Kölska sje afhentur lykillinn að borginni, að hann sje gerður að heiðursborgara nú þegar. Farið og kunngerið lýðnum að upprisinn sje á meðal vor maður, sem beri langt af öðrum í mannkostum; maður, sem vissa sje fengin fyrir að sje góður og þess vegna einstætt fyrirbrigði. Berið mig, biskupinn, fyrir því og segið: Að sönnu er hann Gyðingur, en í þetta skifti ekki af lágum stigum, heldur yfirstjettinni tilheyrandi — hennar upphaf og endi — og í þetta skifti ekki jafnaðarmaður, heldur rammaukinn auðvaldssinni. Borgarstjórinn /stendur upp): Við skulum breiðfleygja þessum boðskap (snýr sjer að útvarpinu).

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.