Óðinn - 01.07.1935, Síða 15

Óðinn - 01.07.1935, Síða 15
Ó Ð 1 N N 63 Þingmaðurinn (stendur upp samtímis): Við skulum útvarpa þessu evangelíum. Kölski (reiðilega): Nei! ]eg hef enn þá einka- rjettindi á útvarpinu. B i s k u p i n n: Notið í þess stað talsímann, ritsímann, hljóðritann, auðvaldsblöðin, kirkjublöðin og konur ykkar. Borgarstjórinn og þingmaðurinn fara. Eldurinn bál- ast upp á arninum og leikhúsið fyllist af brennisteins- fýlu — eldtungurnar tepgja sig í áttina til biskupsins eins og hlykkjóttir höggormar. Af eldrauðri birtu verður alt í stofunni glóandi og þeir biskupinn og kölski virð- ast jafnrauðir. Hárið, sem Kölski hefur greitt upp til hliðanna, sýnist horn. Kölski: Nú er jeg reiður. Veistu ekki, biskup, að þú ert að fara hjer með óheyrilega lýgi? Hvernig getur nokkrum dottið í hug að djöfullinn sje góður? Síst hefði maður búist við því af þjer, æðsta manni kirkjunnar. Biskupinn (óttasleginn): Sannleikurinn er ekki fullkominn; enginn sannleikur alger. Augu vor sjá alt í gegn um þoku, en þokan er glýjað stækkunargler. Þeir, sem hafa sjeð Guð — jeg er ekki einn af þeim — hafa sjeð hann í gegn um þoku. Kölski: Og þú, tvívígður umboðsmaður sannleik- ans, sendir út þessa háttskipuðu embættismenn borg- arinnar til að breiða út lýgina í þínu nafni. Biskupinn: Já, þegar menn segja það, sem þeir ekki vita, þótt hitti svo á, að það sje satt, eru þeir samt að ljúga. Kölski: Af því orðstír minn hvílir á því, að jeg sje vondur, er það ærumeiðsli og móðgun fyrir mig að segja að jeg, Kölski, sje góður. Þetta er sú lýgi, sem ekki má eiga sjer stað. Og hið alvarlegasta í þessu efni er, að þegar svo langt er gengið að segja að jeg sje góður, verður það samkvæmt alsherjar- lögum að vera satt, annars er úti um mig. Það eitt, að jeg sje vondur, er sannleikur; sá sannleikur er lifandi; hann er jeg! Þegar því er logið að jeg sje góður, er bara einn vegur til að bjarga lífi mínu og hann er sá, að láta það verða satt. Það er neyðar- úrræði, en hvað gerir maður ekki til að bjarga lífi sínu. Biskupinn: Það er afsakanlegt að bjarga lífi sínu á heiðarlegan hátt. Kölski: ]eg gat ekki stært mig af því að vera ódauðlegur sannleikur, fremur en bræður mínir, menn- irnir. Ðiskupinn: Sennilega er enginn sannleikur ódauðlegur, jafnvel ekki Guð sjálfur. Það sem er sannleikur í dag, er ekki óhjákvæmilega lýgi á morgun, heldur sannleikur úr sögunni. Kölski: Nú í fyrsta skifti í heiminum gerðir þú tilraun til að tortíma mjer sem sannleika. Alt fram á þennan dag hafið þjer, þjónar kirkjunnar, haldið mjer við sem sannleika, með þar til vel völdum orðum! /Reiðilaust, næstum blíðlegaj. En jeg líð þjer ekki, biskup minn, að drepa mig með lýginni. ]eg íklæðist nýjum sannleika til varnar. ]eg get lifað með því móti að halda áfram að vera sannleikur; það skal verða sagt um mig með sanni, að jeg sje góður. (Eldurinn á arninum fellur í fölskva — ilmur finst sem af reykelsi. Alt breytist í stofunni — verður bjart sem af dagsljósi. Kölski fær aftur sitt fyrra útlit). Og þeir, sem alt af þurfa einhverju að Ijúga, mega ljúga því að jeg sje vondur, því sú lýgi skaðar mig ekki; í því er fólginn sigur hins góða. Biskupinn: Og af þeirri einföldu ásfæðu að þú ertgóður, er sú lýgi, að það sje Iýgi að þú sjert góður, sama sem sannleikurinn. Kölski (talar í útvarpið): í heyranda hljóði og eigin persónu afsala jeg mjer hjeðan í frá öllum yfir- ráðum, öllum einkarjettindum og öðrum rangindum. Því, sem rænt hefur verið í skjóli laganna, skulu peningastofnanir landsins skila aftur til hinna rjettu eigenda; að því búnu er jeg að sjálfsögðu gjaldþrota. (Hrópar). Skal rjettlætinu verða framgengt án fyrir- stöðu af minnl hálfu. Utan af strætinu heyrist húrraóp mikils mannfjölda. Göngulag er leikið á sagir, Ijái, heykvíslar og skóflur — „taktinn“ sleginn á steðja með stálhömium — fer dvínandi. Þetta varir nokkra stund. Kölski hefur verið að taka breytingum til batnaðar — er nú orð- inn all-postullegur, með geislabaug upp af höfðinu. Er nú óþægilega áberandi hve herra biskuyinn er ólaglegri en Kölski. Biskupinn (hrifinn): Það, sem jeg sagði ósatt, að þú værir góður, er nú orðið satt, og að taka þá lýgi til baka, væri að taka til baka sannleikann. En að jeta ofan í sig beilagan sannleikann er hin megn- asta óhollusta. Kölski (setur viðtækið): Þótt jeg ætti einskis annars úrkosta, til að bjarga lífi mínu, en að verða affur vondur, mundi jeg ekki færa mjer það í nyt —- svo kann jeg vel því ástandi sem jeg er í nú, og finn að það eilt er mjer eðlilegt. En jeg tel mig ekki góðan, þó jeg gefi rjettlætinu lausan tauminn og standi ekki í vegi fyrir því. Jeg tel mig ekki góðan, nema jeg geri heiminn að paradís fyrir mannkynið. V i ð t æ k i ð: Menn eru lítt vanir rjettlæti, illa undir það búnir, virðast því ekki vaxnir. Menn greinir á um það, hvað er rjettlæti. Engum tveimur kemur^ásamt

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.