Óðinn - 01.07.1935, Page 16
64
Ó Ð I N N
um það, hvað er rjettlæti. Menn segja að það sje
rjettlæti, sem er ranglæti, og að það sje ranglæti, sem
er rjettlæti, og að rjettlætið sje ranglæti. Oss er kent
að samviska manna segi til um það, hvað er rjettlæti.
En nú er þess að gæta, að allur fjöldinn hefur enga
samvisku. Menn hugsa sem svo: Fyrst jeg hef gert
það, þá hlýtur það að vera rjett; fyrst mjer finst það,
þá hlýtur það að vera áreiðanlegt. Það þarf rjettláta
menn til að gera út um það, hvað er rjettlæii. En
hvar eru þeir? Margir álíta að stjórn sje nauðsynleg
til tryggingar rjettlætinu, þótt enn hafi ekki fyrlr-
fundist nógu margir rjettlátir menn til að mynda ráðu-
neyti. Aðrir ætla að stjórn muni vera ónauðsynleg
og eigi ekki afturkvæmt í þeirri mynd, sem hún hefur
þekst til þessa — vilja láta gera tilraun með algert
stjórnleysi, halda því fram, að í algerðu stjórnleysi
hefði ekki fleira aflaga farið en farið hefur, nje mann-
kyninu meira blætt. Hvað sem um það er, virðist alt
benda til þess að hjeðan af verði rjettlætið ekki heft
nje hindrað með stjórn eða stjórnleysi. Það er eins
og Iosnað hafi stýfla í stórfljóti rjettlætisins. Rjeftlætið
virðist óviðráðanlegt, yfirnáttúrlegt náttúrulögmál. Þeir,
sem setið hafa í fangelsum fyrir engar sakir, eru látnir
lausir. Fangelsin eru orðin full af mikilsvirtum borg-
urum. Þeir, sem áður voru auðugastir, eru nú fátæk-
astir. Þeir, sem áður voru fátækastir, svo sem ástund-
unarsamir erfiðismenn, eru nú auðugastir. Sjerhver
hefur fengið-það aftur, sem frá honum var tekið.
Þeir, sem ekkert höfðu annað en það, sem þeir höfðu
stolið, eru allslausir og fylla nú fátækrahælin. Ekkert
hefur verið tekið af neinum sem hans er með rjetfu,
hvort sem það var lítið eða mikið; hver maður hefur
fengið að halda því, sem hann er rjettur eigandi að.
Þeir, sem urðu að skila því affur, sem þeir höfðu
tekið frá öðrum, eru óánægðir yfir því, að mega
ekki halda áfram að taka frá öðrum. Þeir, sem vildu
að allir, sem ekkert höfðu annað en það, sem þeir
höfðu stolið, hefðu jafnt við hina frómu og ráðvöndu,
eru óánægðir yfir því að ný öreigastjett er til orðin.
B i s k u p i n n : Jafnaðarstefnan yfirstígur sjálft rjett-
lætið — tekur því fram!
Viðtækið: Goldið er einum og sjerhverjum eftir
hans verkum, — ekki eftir því, hvort verkin eru mikil
eða lítil, heldur eftir því, hvort verkin eru ill eða góð.
Þeir, sem vilja að öllum sje goldið jafnt, án tillits til
verkanna, eru óánægðir. — Þeir, sem urðu að skila
því aftur, sem þeir höfðu tekið frá öðrum og eru nú
fjelausir, halda því fram — og málsmetandi menn af
öllum stjettum fallast á það — að eina leiðin út úr
þessu öngþveiti sje að afnema eignarrjettinn. En er
það rjettlæti? Sje það rjettlæti að afnema eignarrjett-
inn, hlýtur það að fá framgang. Rjettlætið breytir far-
vegi sínum, breikkar hann, dýpkar hann fyrir meira
og meira, nýtt og nýtt rjettlæti.
Kölski (lokar viðtækinu): Til hvers er rjettlætið,
ef ekki fylgir því ánægja? Óánægjan er óhamingja.
Jeg sje mjer ekki fært að afnema óánægjuefnin, en
jeg get reynt að gera alla ánægða.
Biskupinn: Nei, góði besti Kölski! Að gera
menn ánægða, án þess að afnema óánægjuefnin, væri
að græða sárið yfir meinið. Óánægjuefnin eru tíma-
bundin; þeim fer fækkandi dag frá degi. Þau deyja
út með þeirri kynslóð sem nú er — Guði sje lof —
smámsaman að líða undir lok. Það er ekki lítið af
heimsku, hleypidómum, fáfræði, lubbahætti og dusil-
mensku sem deyr út með hverri kynslóð, þótt að
sönnu nýir ókostir og jafnvel enn verri komi í stað-
inn. Með nýrri kynslóð rennur upp nýtt tímabil. Ný
kynslóð mentast og þroskast við nýjar aðstæður, ný
Iífsskilyrði. Þá hefur — að minsta kosti — enginn
ástæðu til að vera óánægður yfir því sama, sem vekur
óánægju nú. Þeir, sem alast upp við rjettlæti, munu
vera þeir einu, sem hafa skilyrði til að ná nokkurri
fullkomnun, með afslætti.
Kölski: Hjeðan af geri jeg mig ekki ánægðan
með minna en að allir verði ánægðir.
Biskupinn: Ekki skaltu nú fara að verða of
góður. Alt er best í hófi. Ef þú gætir gert alla ánægða
værir þú almáttugur. Aldrei hefur Guð getað það.
K ö 1 s k i: Jeg geri mig þá ekki ánægðan með minna
en að vera almáttugur.
B i s k u p i n n : Það getur þú ekki þjer að meinalausu.
K ö 1 s k i: Við skulum sjá. (Geislabaugurinn fer
óðum stækkandi — ber meiri og meiri birtu).
Biskupinn: Þú veist ekki, Kölski, hvað þú ert
okkur dýrmætur.
Kölski: Bíddu eitt augnablik.
Hann springur eins og sprengikúla með háum
hvelli. Regnbogalitar eldingar kvíslast og hríslast í
allar áttir. Biskupinn og alt á leiksviðinu hverfur í
ofbirtu. TJALDIÐ
Matthías skáld Jochumsson sagði við gamlan kunningja, sem
heimsótti hann sumarið 1917:
Gerumst við nú gamlir tveir,
gæðavinur dyggvi;
hniginn Magnús, horfinn Geir,
hangir á kjölnum Tryggvi.
Þ. e. Magnús Stephensen, Geir Zoéga og Tryggvi Gunnar-
son, sem þá Iá banaleguna.