Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 18
66
Ó Ð I N N
sinnaðisf, að þeir fóru stundum í áflog saman. Hús-
freyjan var viðkvæmari fyrir slíku tuski en búsbónd-
inn, og spurði hann þá stundum óþolinmóðlega: »Af
hverju ferðu ekki að skilja þá?« Arni var rólegur og
svaraði fáu. En er honum þótti ástæða til, gekk hann
til þeirra og sagði aðeins þetta með þungri alvöru:
»hættið þið þessu*. Löbbuðu þeir þá þegjandi sinn í
hvora áttina, og aldrei þurfti hann að leggja höndur
á þá, til þess að fá þá til að hætta« — segir Sigríður1)-
Nú þykir mjer hlýða að gera um sinn hjónaskilnað,
eða öllu heldur drjúgan aðdraganda að tilhugalífi þeirra.
Keldur á Rangárvöllum.
Keldur eru alkunnar að fornu fari og langt fram
eftir öldum, sem eitt af hinum mestu bændahöfðingja-
setrum. (Voru lengi 60 hndr. jörð, síðar 40 hndr. en
lægst 12 hndr., sökum sandfoks um 6 aldir a. m.
k., frá eldi og brennisteini, vikri og ösku úr Heklu).
í Njálu (116. k,), sjest það, að Ingjaldur hefur haft
þarmarga húskarla. Bændahöfðinginn mesti, ]ón Lofts-
son, flutti þangað frá Odda, setti þar kirkju og andaðist
þar, og Hálfdán Sæmundsson frá Odda bjó þar eftir afa
sinn. Svo lítur út sem andi þessara þriggja göfug-
menna og friðsemdar höfðingja hafi æ síðan svifið
yfir bústað þeirra. Jörðin hefur oftast verið í sjálfs-
ábúð. Frá dögum ]. L. (d. 1197) má rekja ábúendur
að mestu leyti, og þar hafa aldrei búið bardaga-
menn, ribbaldár eða sundurgerðarmenn. Eigi heldur
neinar bleyður eða skálkaskjólsmenn. Andi hreinlynd-
is, drenglundar, friðsemi og hagsældar virðist hafa
tekið sjer þar bólfestu. Aldrei hafa þar heima við
orðið nein vígaferli, svo kunnugt sje. En hafi búend-
ur verið áreittir, hafa þeir jafnan haldið hlut sínum.
1) Af 24 samfeðra systkinum Árna, giftust þessi, og eru
niðjar þeirra á lífi: 1. Alsystur, ingiríðar tvær, önnur átti
Gunnar Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, bróður Lýðs
hreppstjóra þar), bjuggu á Stokkalæk. Hin átti Árna Árna-
son frá Galtalæk, bjuggu lengst á Skammbeinsstöðum, áttu 16
börn, og yfir 90 niðja, er hún dó. II. Hálfsystkini: Jón (f. 1831,
utan og milli hjónabanda föður hans), bjó á Hlíðarenda í 01-
fusi og víðar — afi Jóns Helgasonar prófs. ! Kaupmh. Mið-
konubörn Guðm. Br.: 2. Páll hreppstj. á Selalæk (afi Magn-
úsar Kjarans kaupm. o. fl.). 3. Brynjólfur hreppstj. í Ketilhús-
haga (faðir Guðmundar á Sólheimum í Vtri-Hrepp).
Þriðjukonubörn Guðm. Br.: 4. Ingibjörg, átti Hatldór Jóns-
son frá Eyvindarmúla, bjuggu á Rauðnefsstöðum, fóru til Ame-
ríku. 5. Jóíi, bjó á Ægisíðu. 6. Guðrún, átti Filippus Filipp-
usson á Bjólu, bjuggu þar og í Gufunesi. 7. Sigurður, bjó á
Selalæk. 8. Skúli, býr á Keldum. 9. Júlía, kona Ingvars prests
Nikulássonar í Gaulverjab* og Skjeggastöðum í N.-Múlasýslu,
(foreldrar Helga læknis á Vífilsstöðum o. fl.), 10. Vigfús bjó í
Haga og Engey. ■— Nú er að eins nr. 6, 8. og 10. á lífi.
Þó Keldur hafi oftast verið, og sjeu enn ættaróðal,
hefur jörðinni oft verið skift milli erfingja, og ekki
haldist ávalt í sama aettlið óslitið. — Þetta hef jeg
tekið fram vegna æskuheimilis hjónaefnanna, og vegna
þess, að Keldna-andinn (ef svo mætti kalla) skildi
ekki við þau á Reynifelli.
Meðan sýslumennirnir í Árnessýslu, Sigurður Sig-
urðsson (landsskrifari eldri) og Brynjólfur sonur hans
áttu Keldur, voru þær í leiguábúð; en komust aftur
í sjálfsábúð með Ingibjörgu dóttur hans og manns
hennar Quðmundar stud. Magnússonar, síðar prests
að Kálfatjörn.
Bjó hann fá ár á Keldum (1775—82) og einna
Iakast þeirra, er sagnir greina, fór hann því og seldi
jörðina. En nafni hans, Guðmundur Erlendsson bónda
í Gunnarholti Þorsteinssonar, bónda á Kornbrekkum
og síðari kona hans Guðrún Pálsdóttir í Keldnaseli,
keyptu og fluftu að Keldum. Búnaðist þeim vel, og
urðu allvel efnuð, þrátt fyrir Móðuharðindin, og eigi
síður fyrir hjálpsemi sína þá. (Sagnaþ. Br. ]. II.).
Næstu ættmenn Guðrúnar á Reynifelli.
Síðastnefnd hjón voru langafi og langamma hennar.
Og verða hjer aðeins rakin sambönd þar á milli. —
Einn af sonum þeirra Guðmundur Erlendssonar og
Guðrúnar Pálsdóttur hjet Páll'). Hann hefur ment-
ast nokkuð í æsku, lært a. m. k. skrift og reikning,
því hann stóð fyrir útbúi Eyjakáupmanns í Landeyjum.
Giftist hann 9/5 1723 Þuríði dóttur ]óns undirkaup-
manns í Vestmanneyjum, systur Páls prests skálda.
Bjuggu þau fyrst í Bakkahjáleigu, og þar fæddist
Guðrún 3/7 1793, móðir Guðrúnar á Reynifelli. —
Síðar bjó Páll á Brúnum í Stóra-Dalssókn, en flutti
að Keldum 1817, eftir að móðir hans hafði búið þar
ekkja í 2 ár. Hún flutti þá að Króktúni, hjá Keldum,
og bjó þar 9 ár, þá aftur að Keldum til sonar síns
og andaðist þar 2/9 1827, 84 ára. Tæpu ári síðar
20/8 1828 andaðist merkisbóndinn Páll Guðmundsson,
úr brjóstveiki, 59 ára. Var hann þá orðinn stór-
eignamaður, bæði að jörðum og. lausafje. — Átti í
21 jörð = 219 hdr., 43'/2 kvígildi, 11 hdr. 25 álna
landskuldir 5279 Rbd. — Með konungsleyfi sat
ekkja hans, Þuríður ]ónsdóttir, í óskiftu búi þar til
hún andaðist ,]/5 1833.
Guðrún dóttir þeirra Páls og Þuríðar giftist 1814,
1) Hann var fæddur í Keldnaseli 2q/3 1769, d. 1828. Al-
bræður hans voru Sleinn bóndi í Vetleifsholti, faðir Sleins í
Bakkakoti o. fl. Og Halldór bóndi á Reyðarvatni, afi Tómasar
bónda þar. En alsystir þeirra var Ingveldnr, kona Jóns bónda
á Rauðnefsstöðum og móðir Þorgiisar bónda, er þar bjó Iíka,