Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 19
Ó Ð I N N
67
Guðmundi (f. 1787) Magnússyni, bónda í Núpakoti,
Einarssonar bónda á Leirum Oddssonar. Móðurafi
Magnúsar var Nikulás Magnússon sýslum. í Rangár-
vallasýslu, — sá er fórst í Nikulásargjá á Þing-
völlum 1742. Af systkinum Guðmundar Magnússonar
voru bræður tveir merkir bændur, yngri en hann:
Þorsteinn í Núpakoti, sonur hans var sjera Tómas á
Reynistað, og dætur þrjár urðu presta »madömur«,
og var ein þeirra móðir Jens prófasts í Görðum
Pálssonar. Hinn var Magnús á Kanastöðum, faðir
Isleifs sama staðar.
Hjónin, Guðmundur og Guðrún, bjuggu fyrst í
Bakkahjáleigu 1 eða 2 ár, og þar fæddist 1. barn
þeirra 1815, Páll að nafni. Hann var með afa sín-
um og ömmu, og dó á Keldum 6 ára. — Að Stóra-
Dal eru þau Guðmundur Magnússon komin^ 1816.
Þar fæðist 2. barn þeirra (3/7 1816) Þuríður, síðar
húsfrú á Hæringsstöðum, svo og þrjú hin næstu:
3. Magnús, faðir Magnúsar, föður Böðvars á Lauga-
vatni; 4. Einar í Gunnarsholti, faðir ]óns bónda þar
o. fl.; 5. Ingibjörg, húsfrú og ljósmóðir á Loftstöðum.
En tvö hin yngstu munu fædd í Króktúni hjá Keld-
um, þar sem þau bjuggu síðast; 6. Jón, faðir Magn-
úsar bónda á Ðrekkum á Rangárvöllum o. fl„ og
7. Guðrún á Reynifelli, fædd 15. nóv. 1830 (d. 10/io
1905).
Vegna ómegðar og heilsuleysis Guðmundar Magn-
ússonar, hafa foreldrar konu hans viljað hafa þau
sem næst sjer. Hann dó 12/s 1831, og bjó ekkjan
þar áfram í 2 ár, með sum börnin, en sum voru
með ömmu sinni á Keldum, sem bjó þar ekkja þessi
árin.
Eftir Guðmund Magnússon kom búið til skifta,
laglegt meðal bú, skuldlítið (og 8V2 hdr. í fasteign
er hann hafði erft). Virt als 481 V2 rbd.
Vorið 1833 n/5 dó ekkja Páls, Þuríður Jónsdóttir
á Keldum. Flutti þá Guðrún dóttir hennar frá Krók-
túni heim að Keldum, og jafnframt flutti þangað
ekkjumaðurinn Guðmundur Brynjólfsson (faðir Árna á
Reynifelli) frá Árbæ'). Giftust þau þá um sumarið,
19. júlí, og batnaði þá í búi hjá báðum, því þar var
mikill auður, eftir því sem gerðist. Kom Keldnabúið
nú fyrst til skifta, og eru áður nefndar fasteignir
þeirra Páls og Þuríðar. Nú bættist við þær lausafjeð,
virt 8072/3 rbd, en að frádregnu kaupi fólks, gjöfum
til uppeldissona (Steins Steinssonar 80 rbd. og Þor-
1) Guðrún fór eklri að Arbæ, eins og Brynjólfur jónsson
segir í Sagnaþáttum. Guðmundur Brynjólfsson flutti ekki held-
ur bú sitt frá Arbæ fyr en árið eftir. Hjelt þar uppi búinu líka
1 ár, vegna jarðarinnar, og eru þá börn hans skrifuð þar.
kels Guðmundssonar 25 rbd., ásamt smáskuldum)
= 635 V3 rbd., með fasteign = 5914 '/3 rbd.2).
Aðal-erfinginn og eina barn þeirra Páls og Þuríðar
var Guðrún; en önnur dóttir þeirra, Hólmfríður, sem
fór með þeim frá Brúnum að Keldum, þá 22 ára,
hefur þá verið dáin, barnlaus. — Út af skiftum í búi
þessu urðu nú mikil málaferli. I fyrsta lagi sökum
þess, að sýslumaður I. ]. Bonnesen fór með skifti
búsins (að Velli 12.-14. nóv. 1833) bæði með ásælni
og ólöglega. í öðru lagi af ágreiningi um arftöku-
rjett barna Guðmundar Magnússonar og Guðrúnar
Pálsdóttur (þeirra sex er voru á lífi, og nýlega eru
nefnd), er þeim bæri sem föðurarfur úr búi afa þeirra
og ömmu, er þá var fyrst að koma til skifta, og að
auki ýmisleg smærri ágreinings-atriði. — Fyrir hönd
barnanna, höfðu föðurbræður þeirra, Magnús á Kana-
stöðum og Þorsteinn í Núpakoti gert þá kröfu, að
þeim yrði útlagður helmingur af öllu búinu skuld-
lausu. Guðmundur Brynjólfsson mótmælti þessu fyrir
konu sína, og áfrýjaði málinu til yfirrjettar. Vísaði
yfirrjettur málinu aftur heim í hjerað til nánari með-
ferðar þar og úrskurðar um erfðatilkall barnanna.
Og dæmdi líka sýslumann til þess að skila búinu
aftur öllu þar af teknu, og í öllu eins og var áður
en hann tók það til skifta. Þar að auki 40 rbd. í
málskostnað til Guðmundar Brynjólfssonar. Var þá
(10/i2 1834) úrskurðað af aðstoðar-sýslumanni Jóhanni
Árnasyni, að börnunum bæri enginn arfur, og ætti
búið að afhendast Guðmundi Brynjólfssyni fyrir hönd
konu hans. Aftur fór málið til yfirrjettar, og dæmir
hann í aprílmánuði 1836, að úrskurður vara-dómara
sje ómerkur, og eigi börnin að erfa V4 úr búinu
skuldlausu, ásamt 4°/o vöxtum frá 29/n 1834. —
Leysti þá Guðmundur Brynjólfsson síðar út lausafjár-
hlutann í arfi þeirra, með kostnaði 125 rbd. í pen-
ingum, og svo jörðum þá er þau væru fjárráða. En
afgjöld þeirra jarða gengu í meðgjöf, meðan börnin
voru á framfærslu-aldri. (Um þessi mál má nú
lesa í Landsyfirrjettaidómum, er Sögufjelagið er að
gefa út).
2) Búið var ekki slórt, en búshlutir þó miklir og margs-
konar, og virðing á þeim furðu há, t. d. 8 kistur á 33 rbd.,
þar í rauðaviðarkista 7 rd., en „skatthol" úr eik með mörgum
og stórum skúffum, þó ekki nema 6 rd. Rúmföt 33% rd.
Bækur 27 (8 danskar, dönsk, norsk og íslensk lög; Landnáma,
Klausturpósturinn, Fjelagsrit, Sagnablöð, Hallgríms- og Þor-
lákskver m. m.) = 16'/s rbd. Silfur smiðað 12 rbd. Hús 8 og
10 fjárborgir = 78 rbd. Verð búpeningsins var ekki hátt
Kýr (3) á 6—10 rbd., ær 60 hver á 2 rbd. og lambsgotur 20
á 1 rbd., sauðir 50 fullorðnir á 2 rbd., 20 tvævetrir á l'/3,
30 gemlingar á 1 rbd. Hross 21, öll = 9% rbd.