Óðinn - 01.07.1935, Side 24
72
Ó Ð I N N
Kvæntur 1898 Sigríði Sigurbjörnsdóttur, bróðurdóttir
Kristmundar á Vígholtsstöðum. Þau hafa eignast 11
börn, er til fullorðins ára komust, en orðið fyrir þeirri
sorg að missa 3 syni á 14 mánuðum.
2. Jón, fæddur 1874, er yngstur systkinanna. Kvænt-
ur 1896 Þuríði Jónsdóttur, frændkonu sinni.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1919 og búa þar nú.
Þau eiga 2 dætur uppkomnar: Guðríði og Guðrúnu.
Enn er ótalin Astrós dóttir Jóns Markússonar og
Sigríðar Bjarnadóttur, f. 1861. Hún ólst upp hjá móð-
ur sinni að Geitastekk í Hörðudal þar til hún fluttist
með Jóni bróður sínum til Vesturheims 1887. Þær
mæðgur ólu upp söngkonuna Sigríði Hörðdal, sem
er gift í Winnipeg píanóleikara Steingrími Hall. Ast-
rós er á lífi í Winnipeg.
Heimili þeirra Jóns og Guðríðar á Spákelsstöðum
þótti vera fyrirmynd á margan hátt. Jón var vel
greindur maður og búhöldur góður, hygginn og ráð-
deildarsamur. Fór hann vel með allan búpening og
átti ætíð nóg hey. Hann var 50 ára er hann giftist í,
seinna sinn, en Guðríður 34 ára. Þótti brátt auðsjeð
að hún var vel þeim vanda vaxin, er hún hafði tekið
að sjer, því hún var flestum kostum búin, bæði sem
eiginkona, stjúpa og móðir og bæði væn og skyn-
söm, stilt og gætin, og alt vildi hún bæta og alstaðar
koma fram til góðs. Var hún því virt og elskuð, ekki
einungis á heimili sínu, heldur af nágrönnum, því allir
vissu að hún átti ekki minstan þátf í því hvað ná-
grennið var gott og friðsamt. Manni sínum, sem varð
heilsulítill mjög seinni árin, var hún ástrík og um-
hyggjusöm og var þeim mjög samhent um alla bú-
stjórn og uppeldi barnanna, sem þau vildu vanda sem
best. Móðir sína, sem varð fjörgömul, hafði hún hjá
sjer og annaðist hana með mikilli ástúð og um-
hyggjusemi.
Systurnar hafa sagt mjer, að móðir þeirra kendi
öllum börnunum að lesa, byrjaði að sýna þeim staf-
ina, er þau komust á 6. árið, og sýndi þá oft á dag
en aldrei nema lítið í einu, en henni tókst ætíð að
gera þau fluglæs 7 ára. Samtímis fór hún að kenna
þeim að taka lykkjuna, halda á nál, fljetta bandspotta,
tæja ull og kemba litla stund í einu, en hún vandi
þau á að halda sig að verkinu þessa litlu stund og
innrætti þeim snemma þetta: »Vinn þú á meðan vinna
ber, vík svo glaður að skemta þjer«. Hún vann mjög
vel alla tóvinnu og kendi börnum sínum að vanda
öll verk og þau lærðu öll að vefa og jeg man hvað
þar voru fallegar salúnsofnar ábreiður yfir öllum rúm-
um. Hver hlutur varð að vera á sínum stað og hvert
verk að vera unkið á rjettum tíma.
Faðir þeirra kendi þeim kristindóminn, spurði þau
út úr og ljet þau lesa í Nýjatestamentinu. Hann reyndi
á ýmsan hátt að glæða athygli þeirra, t. d. lofaði
hann þeim oft til kirkju strax á barnsaldri, en er heim
kom spurði hann þau ekki einungis um hvaða guð-
spjall hefði verið lesið og hvað presturinn hefði sagt,
heldur líka um alt mögulegt annað, sem þau hefðu
sjeð og heyrt, og var það oft ýmislegt sem honum
var fullkunnugt um, en í þeim einum tilgangi gert að
vekja athygli og eftirtekt barnanna. Hann vildi vaka
yfir siðferði þeirra og því ljet hann þau ætíð horfast
í augu við sig er hann spurði þau um eitthvað það,
sem honum þótti nokkurs um vert, og því hafa þau
sagt frá, að þau væru þess alveg fullviss, að hann
sæi strax á þeim, ef þau segðu ósatt eða leyndu hann
einhvers. Móðir þeirra var manni sínum líka samhent
í þessu og gætti þess vandlega að þau segðu ætíð
satt, eins í smáu sem stóru, því sá mundi betur stand-
ast freistingar, sem ekki kynni að ljúga. Þau Ijetu
börn sín læra að skrifa og reikna, um annan lærdóm
var þá ekki talað, og á kvöldvökunum voru lesnar
sögur, helst Islendinga eða Noregskonunga o. m. fl.
eða kveðnar rímur. Svo var á hverju vetrarkvöldi alla
virka daga lesin hugvekja og sungnir sálmar, en á
sunnudögum var Iesið í Vídalínspostillu allan ársins
hring. Þannig innrættu þessir foreldrar börnum sfnum
traust á guði og kendu þeim almenn vinnubrögð á-
samt iðjusemi, trúmensku og sannleiksást. Þetta var
aðalkjarninn í því veganesti, sem þau höfðu með sjer
þá er þau lögðu út í lífið og vildi jeg nú óska, að
það veganesti sem æskan nú ber frá garði mætti
endast henni eins vel og Spákelsstaðasystkinunum
entist sitt.
Ritað í júlí 1935.
Margrjet K. Jónsdóttir
frá Hjarðarholti.
Háskólafræðsla prófessors Ág. H. Bjarnason.
Skýrir mengi mjög vel frá,
metur drengi sanna;
hefur lengi hrifið sá
hugarstrengi manna.
Fögur grundar hugtök hann,
heillar lundu skýra.
Hef þar fundið fróðleiksmann,
fræðslu pundið dýra.
Víða sfanda met þess manns,
menning vandar sálin;
skilur andinn hreini hans
háfleyg vandamálin.
Alfkona.