Óðinn - 01.07.1935, Page 25
Ó Ð I N N
73
Olafur Fr. Davíðsson 03 frú Stefanía Þorvarðsdóttir.
Ólafur Fr. Davíðsson
og
frú Stefanía Þorvarðsdóttir.
Ólafur Friðrik Davíðsson') var fæddur á Akur-
eyri 25. marz 1858, sonur Davíðs verslunarmanns
á Akureyri, Sigurðssonar bónda á Ytra-Gili í Eyja-
firði, Sigurðssonar bónda á Arnarstöðum, Sveins-
sonar bónda á Varðgjá, Jónssonar bónda í Skóg-
um, Jónssonar bónda á Laugalandi, Jónssonar
bónda i Skógum, er kallaður var »lærði«. Móðir
Ólafs var Guðríður Jónasdóttur bónda á Rúgstöð-
um, Jónssonar.
Ólafur varð verslunarmaður hjá Möller á Akur-
eyri um fermingaraldur, en frá Möllers-verslun
rjeðst hann að verslun Örum og Wulffs. Var hann
ýmist við Húsavíkur-verslunina, á Djúpavogi eða
í Kaupmannahöfn, þar til árið 1893, er hann varð
forstjóri sömu verslunar á Vopnafirði. Þar var
hann verslunarstjóri til 1904, er hann varð bókari
Landsbankans í Reykjavík. En árið 1908 rjeðst
hann verslunarstjóri hjá L. Tang og Sön á Isa-
firði og gegndi þeim starfa þar til hann fluttist
alfarinn til Vestmannaeyja árið 1924. Svo atkvæða-
mikill var Ólafur um bæjarmál ísafjarðar, er hann
sat þar í bæjarsjórn, að þeir ísfirðingarnir höfðu
mikinn hug á að fá hann þar gerðan bæjarstjóra,
er til þeirrar breytingar kæmi. En það var hvort-
tveggja, að Ólafur tók lítt á því, og að sú breyting
varð ekki að lögum fyrr en Ólafur var farinn þaðan
alfarinn.
Árið 1902 var Ólafur kosinn þingmaður Norðmýl-
inga. Hann var Heimastjórnarmaður og mikils virtur
af samþingismönnum sínum. En ekki hugði hann á
þingsetu, er því kjörtímabili lauk, tók þó mikinn og
eindreginn þátt í þjóðmálum og ritaði nokkuð um
opinber mál, enda var hann ágætlega ritfær, rökfast-
ur og rjettorður, og virðulegur í rithætti eins og í
allri annari framkomu1 2).
»Jeg kyntist Ólafi Davíðssyni fyrst, er hann kom
til ísafjarðar. Hef jeg dvalið langdvölum með mörg-
um ágætum mönnum, en engum óskyldum manni, er
jeg hefi borið slíkan hug til sem hans. í meðvitund
1) Mest af því, sem hjer verður sagt um Ó. D., og sumt
orðrjett, er tekið úr grein í „Morgunblaðinu" 22. sept. 1932, er
samið hefur Sigurður ritstjóri og alþingismaður Kristjánsson af
ísafirði, en hann var gagnkunnur Ó. D. þar vestra.
2) Hjer fer á eftir orðrjéttur kafli úr áður nefndri grein
S. Kr.
minni er hann altaf maðurinn með barnshjartað. Hann
var maður ágætlega mentaður, svo að það mátti virð-
ast mjög ólíklegt, að hann væri ekki »skólagenginn«.
Var í allri hugsun hans og framkomu fullkomið aðals-
mark — hreinlundaður, ofsalaus og virðulegur. Ef
jeg ætti að segja, í hverju Ó. D. hafi verið áfátt í
vitsmunum, myndi jeg helst finna það til, að hann
kunni lítt að mæta prettsemi og illum ásetningi. Held
jeg, að hann hafi sjálfur verið svo hreinn í hugsun,
að hann hafi ekki getað sætt sig við að velta slíku
í huga sjer. En því gleggri var hann á hinar betri
hvatir meðborgara sinna, og hafði það áreiðanlega
mannbætandi áhrif á marga.
Þótt Ólafur hefði sama verkahring alla æfi, þrengdi
það ekki sjóndeildarhring hans. En svo fer oft þeim,
er undir vanans oki búa, að hugsun þeirra grefst í
þröngan farveg. Hann var víðsýnn og jafnvígur á flesta
hluti, er fyrir hann komu. Hann var maður í hærra
lagi á vöxt og afar þrekinn, ramur að afli, drengi-
legur í yfirbragði, alvarlegur og uppgerðarlaus . . . .
Ólafur hafði alla æfi það starf með höndum, að hann