Óðinn - 01.07.1935, Side 28

Óðinn - 01.07.1935, Side 28
76 Ó Ð I N N var hreppstjóri í Þingvallahreppi yfir 40 ár, og odd- viti hreppsnefndar allmörg ár. Allar shýrslur sínar varð hann að reikna hugareikningi, og það er ekki allra meðfæri. Heyrðist þó aldrei annars getið en að þær væru altaf rjettar. Má vera að þetta uppeldi ]ónasar hafi haft þau áhrif á hann, að hann var alla æfi dulur og að mörgu Ieyti einrænn, eða, sem kallað er, ekki við alþýðu skap. Hann fylgdist þó prýðilega vel með í öllum þjóðmálum, og var strangur heima- stjórnarmaður, meðan sá flokkur var til. Bókamaður var hann mikill, og mun það hafa bætt honum upp nokkuð einveruna svo fjærri alfaraleiðum, og ljett honum lífið, svo fróðleiksgjarn sem hann var. T. d. var hann einn af þremur æfifjelögum Sögufjelagsins, þegar það var stofnað. (Hinir voru þeir dr. ]ón Þor- kelsson og dr. Hannes Þorsteinsson). Fjelagi Þjóð- vinafjelagsins var hann frá stofnun þess, og Bók- mentafjelagssins frá 1872 o. s. frv. Jónas var afar þjóðrækinn maður, og trúr öllum fornum háttum. Gestrisin voru þau hjón, og oft var gaman að spjalla við gamla manninn, og helst einan, því þá naut hann sín best. Langmest þótti mjer þó koma til, að sjá alla umgengina á þessu frumbýli þeirra feðga, þennan axlarháa grjótgarð hringinn í kringum túnið 100 ára gamlan en svo vel við haldið, að maður hefði getað trúað að lokið hefði verið við hleðslu hans| deginum áður. Er slíkur garður óneit- anlega fegri og skjólbetri en gaddavírsgirðingarnar. Alt utanbæjar og innan var svo fágað og prýtt sem mest mátti vera, og hver hlufur á sínum stað. Nú eru liðin yfir 40 ár síðan jeg kom fyrst að Hrauntúni, en síðast í haust sá jeg marga hluti, sem mjer fanst að altaf hefðu hangið á sömu birkiugl- unni og sama bókin á sama stað í bókahillunni. Ekki skemmir heldur Halldór yngri það. Því alt, sem forfeður hans hafa átt, eða látið gera, er honum og þeim Ásgeiri sem helgur dómur, enda eru þeir bræð- ur Ásgeir og Halldór hinir mestu artar og dreng- skapar menn. í stað sögubókarinnar, sem Jónas tók og las úr eða vitnaði í að afstöðnum góðgerðum, og landslagsins úti, sem maður varð aldrei þreyttur að skoða og tala um við hann, grípur nú Halldór ljóða- bók eða rímur og kveður við raust; er þá hver stundin fljót að líða. Jónas var sem faðir hans, karlmenni að burðum, stór og karímannlegur og verkmaður bæði laginn og mikill. Er Ásgeir skipstóri mjög líkur honum að allri vallarsýn. Hann unni átthögum sínum og æskustöðvum hug- ástum, þrátt fyrir það þótt lífið væri honum ekki altaf sem bjartast, því misskilinn var hann tíðum af sveit- ungum sínum, eins og oft vill verða um dula menn, sem ekki troða alfaraleið, og þótt hann væri hinn mesti snirtibóndi og nýtur maður, var mentunarskortur hans í æsku, vegna hinnar ævarandi fróðleikslöngunar, eins og skuggi á lífi hans, enda þótt hann yndi lífi sínu með þolanlegri ró. Er mjer í minni sá alvöru- þungi sem í rödd hans var síðast þegar við sáumst, nokkrum vikum áður en hann dó, þar sem hann leit yfir líf sitt þreyttur og mæddur. Honum var það raun, að horfa fram á það, að býlið, sem þeir feðgar höfðu unnið á í heila öld, mundi ekki verða til fram- búðar, vegna breytingarinnar, sem þar hlaut að verða með friðun Þingvalla, enda þótt hann skildi vel þá hugsun, sem henni rjeði. — Mikil hefur verið trú Halldórs gamla á gæði og lífsmöguleika landsins, er nýbýlið var reist þarna. Hvað er að rækta tún úr mýrunum umhverfis Rvík, með markaðsskilyrðunum sem þar eru nú, á móti því að rækta Þingvallahraun og gera að túni. En trú Halldórs gamla ljet sjer ekki til skammar verða. Með óbilandi kjarki og starfandi hönd lifði hann það að sjá þetta Iand orðið iðjagrænt tún. Þar bjó hann góðu búi til æfiloka og skilaði syni sínum í hendur laglega hýstri jörð, þar sem áður var brunahraun. Þetta eru menn sem klæða landið, ekki með orð- um, heldur með verkum sínum, enda hlaut Halldór gamli þakklæti og viðurkenningu af sinni samtíð, og á enn þakklæti skilið í gröfinni. Hann myndaði eilt býlið, sem lífvænlegt er enn í dag, á sama tíma sem svo mörg býli lögðust í eyði. En hvers vegna fjekk hann, eða þeir feðgar, ekki heldur einhvern annan blett frjórri til að beita kröftum sínum á? Því er ekki gott að svara, en trúað gæti jeg því, að fyrir utan fjárlandið góða, hafi heillað þá útsýnið fagra, hvert sem litið er frá Hrauntúni. Þar er yndisfagurt á sumrum, en ramíslenskt og hrikalegt á vetrum. — Gamla sagan um æsku og átthagatrygð hefur hjer sem oftar unnið sitt verk — að græða upp landið. Og það má vænta þess enn, að úr því að þessir þrír feðgar hafa geta lifað þar góðu lífi í heila öld, að ekki sje hjeðan af hætta á því, að bær þeirra leggist í eyði, þegar vegir, sími og útvarp tengja breiðar bygðir lands vors saman. Mynd af Halldóri gamla er ekki til, en mynd af Jónasi fylgir hjer með. Jónas andaðist 29. júlí 1922. Böðvar Magnússon. ©

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.