Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 29

Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 29
Ó Ð I N N 77 Til brúðhjónanna Árna Sveinssonar og frú Jóhönnu Gísladóttur (Olgeirsson) 20. sepi. 1935. Þótt haustið fölva blómskrúð yfir breiði, það brennir töfra-fagran lita-eld í bjarka- og reyni-lundi, hlíð og heiði, en hlýjast logar vogum sólarkveld. Sjálf gráköld borgin kennir kinna roða þau kvöld, sem Röðull býður faðminn sinn. Og út við sjónhring blossar himins boða þá bláu stjörnu-nótt, sem gengur inn. Og hún á okkar dýrðardrauma flesta, sem daga spegla’ í hugans lygna sæ. Hún opnar hjörtum alt það geymda, bezta, svo upprís jörðin græn und tímans snæ. Sje innra vor og æska’ í muna hlýjum, það árstíð hverja skapar hússins sól, sem Ijómar skært þótt loft sje þrungið skýjum og lítil birta styzta dags um jól. Og kæru brúðhjón! ykkar eigið veldi í eldinn þann og máttinn bezta’ er sótt, sem eigið vorsins yl á haustsins kveldi, og æsku-Ijósið fram á rauða nótt. Jeg brúði þekti á björtum sólskins löndum í borg með skógum luktri svanatjörn, þá allur heimur lá í ljóðsins böndum og litlu kvæðin þóttu’ hin góðu börn. Jeg guma brúðar miklu minna þekki, en mætan dreng og góðan þegn hann veit, fyrst verjast honum vildi frúin ekki, en valdi hann úr þeirri miklu sveit. Á öllum stundum æfidaga vorra, er örin vís að lama hjartans þrótt. Hún hittir jafnt í hríðarbvljum Þorra sem hæsta sólardag og lengstu nótt. Nú góðir hugir inn til ykkar streyma úr öllum bygðum þessa fagra lands, sem minninganna gersemarnar geyma í gæfu-framtíð konu’ og eiginmanns. Og ykkur tengjast yfir hafið hendur, og hlýjar kveðjur berast vinum frá, sem byggja yngstu æsku-gróðurs lendur, sem íslenzk tunga og svipur geymist hjá. Og megi ykkur íslands heilladísir og ættarfylgjur beztu vera hjá, og skíni ykkur ljósið, bezt sem lýsir og logar bæði nótt sem degi á. Svo veiti ykkur framtíð beztan fagnað og fegurð þá, er sveipa’ in hlýju tjöld, sem Indíána-sumar sælu magnað og sólu roðið íslenzkt haustsins kvöld. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin II. Þegar fram á útmánuði vetrarins sótti, margfaldaðist lífsyndið við framfarirnar í fjelaginu, >Úrvalið« varð mjer æ samhentara og var í því áhugi mikill. Vngstu deildar fundirnir urðu fjölmennari og kapp varð mikið milli sveitanna, þær voru nú 10, og þar að auki tvær, sem kallaðar voru >vinasveit«; í henni voru drengir hvaðanæfa úr bænum, sem voru fyrir neðan 10 ára aldur, niður að 8 ára, og »Kodasveit« með drengjum þar fyrir neðan. Þessar »sveitir« höfðu sjerstakan stað í salnum; var alveg furðanlegt, hve stiltir þeir gátu setið og hve vel margir af þeim gátu tekið efiir. — Jeg hafði líka deild fram á Seltjarnarnesi, og hjelt þar fund kl. 2 á hverjum sunnudegi. Það var hress- andi gönguför, og varð jeg oft að ganga hratt, til þess að geta náð á fund V-D kl. 4. I febrúar fjekk jeg brjef frá sjera Þorsteini Briem, þar sem hann tilkynti mjer að hann hefði stofnað K. F. U. M. í Hafnarfirði, með 16 piltum, sem áttu að fermast um vorið, og bauð mjer að koma og líta á þá; þeir hefðu fundi á þriðjudögum, Jeg fór svo þangað og hafði mjög ánægjulegt kvöld heima hjá sjera Þorsteini, í Brekkugötu 7, og komu drengirnir þangað. Frú Valgerður Briem stóð fyrir beina og

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.