Óðinn - 01.07.1935, Síða 33
Ó Ð I N N
81
Jón Árnason framkvæmdastjóri.
Hann er fæddur í Syðra-Vallholti í Skagafirði
17. nóvember 1885, og á því fimtugsafmæli nú í haust.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson trjesmiður og Guð-
rún Þorvaldsdóttir frá Framnesi í Skagafirði, sem
lengi bjó á Stóra-Vatnsskarði, og er mynd hennar og
æfiágrip í »Óðni« 1924. Árni hafði numið trjesmíði
í Kaupmannahöfn og dvalið þar nokkur ár. Var hann
á sinni tíð talinn einn af allra fremstu smiðum hjer
á landi og var mjög vel að sjer í dráttlist og reikn-
ingi, að kunnugra sögn. Þau Árni og Guðrún voru
um eiít skeið á Hólum í Hjaltadal, hann við smíðar,
en hún bústýra á hinu nýja skólabúi þar. Síðan
bjuggu þau í Borgarey í Hólmi og áttu þá jörð.
Þau eignuðust þrjú börn: Ingibjörgu, Jón og Árna.
Eftir andlát Árna giftist Guðrún Pjetri Gunnarssyni
frá Syðra-Vallholti og bjuggu þau fyrst áfram í
Borgarey, síðan á Löngumýri í Hólmi, en fóru 1899
að Stóra-Vatnsskarði. Þau eignuðust fjögur börn:
Þorvald (dáinn), Benedikt, Ingvar (dó ungur) og
Kristínu. — Guðrún andaðist 31. janúar 1924. En
börn hennar fjögur, sem á lífi eru, systkini Jóns Árna-
sonar, búa enn á Stóra-Vatnsskarði og eiga jörðina.
Jón fór ungur á Möðruvallaskóla og úískrifaðist
þaðan 1905. Eftir það stundaði hann barna- og ung-
lingakenslu nokkur ár. Var síðan um hríð í Kaup-
mannahöfn og kynti sjer verzlunarmál. 1917 varð
hann starfsmaður hjá Sambandi íslenzkra samvinnu-
fjelaga og hefur verið það síðan. 1922 varð hann
framkvæmdastjóri útflutningsdeildarinnar, og er það
enn. Hefur starfið það í för með sjer, að hann hefur
mjög orðið að ferðast um erlendis meðal viðskifta-
vina Sambandsins, bæði um Norðurlönd, England og
Þýzkaland. Hann var einn af stofnendum Framsóknar-
flokksins, og eftir að sá flokkur fjekk í hendur stjórn
una. Hann starði á mig undrandi; bilið breikkaði, jeg
veifaði til hans hendinni og hann á móti. — Hann
hefur víst komist að, hver jeg væri, því að hann heim-
sótti mig nokkrum árum seinna, og við erum góðir
kunningjar þann dag í dag. — Vjer sigldum svo frá
ísafirði og höfðum bezta veður fram með Vestfjörð-
um, komum til Patreksfjarðar. Þar var stutt viðdvöl.
Þó fór jeg í land og heimsótti frænku mína, dóttur
Erlendar Pálssonar frænda míns á Hofsós, sem áð-
ur er um getið, konu gamals vinar míns, Jóns Ólafs-
sonar, sonar Ólafs gestgjafa Jónssonar, en hjá systur
landsins, hafa hon-
um verið falin ýms
hin vandasömustu
og ábyrgðarmestu
störf í almennings
þarfir. Hann átti
sæti í milliþinga-
nefnd þeirri, sem
kom kæliskipamál-
inu í framkvæmd.
— 1923 varð hann
fulltrúi ríkisins í
stjórn Eimskipafje-
lags Islands, og
1928 varð hann
formaður í banka-
ráði Landsbankans.
Gegnir hann báðum
þeim störfum enn. 1933 vann hann, fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar, að viðskiftasamningunum við Norðmenn,
og aftur að viðskiftasamningunum við Itali síðastl. vor.
1933 var hann skipaður í milliþinganefnd í afurðasölu-
málunum, og nú á hann sæti í kjötverðlagsnefnd og
stjórn Sölusambands fslenzkra fiskframleiðenda. —
Hann á og sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins.
Sagt er, að hann hafi átt kost á ráðherrastöðu, en
ekki viljað.
Sýnir alt þetta, hve starfhæfur maður Jón Árnason
er, og eins hitt, hve mikils álits hann nýtur meðal
flokksbræðra sinna. Hann er og vinsæll maður út í
frá og hinn liprasti og viðkynningarbezti í allri fram-
komu, jafnan rökfastur og kurteis, er hann heldur
vörnum uppi fyrir málstað sínum í blöðum eða á
mannfundum.
1925 kvæntist hann Sigríði Björnsdóttur, frá
Kornsá í Vatnsdal, og eiga þau þrjú börn: Björn,
Árna og Ingunni Guðrúnu.
Ólafs hafði jeg verið smali á Síðu, eins og frá er
greint í »Undirbúningsárunum«. Það hittist svo á, að
Höskuldur litli sonur þeirra varð 6 ára þann dag,
en hann var lasinn í rúminu. Mjer leist hið besta á
þennan litla frænda minn og bað fyrir framtíð hans.
Mjer þótti merkilegt að hitta tvo sama daginn, sinn
á hvorum firði, er hjetu hið sama og áttu báðir sama
afmælisdag, þótt ekkert annað samband væri þeirra á
milli. — Svo segir ekki af ferðinni meir, fyr en vjer
komum heilu og höldnu heim. Alt hafði gengið á-
gætlega, meðan jeg var í burtu.
Jón Árnasotí framkvæmdastjóri.