Óðinn - 01.07.1935, Page 38

Óðinn - 01.07.1935, Page 38
86 Ó Ð I N N að snúa mjer að öðru, er kom fyrir þetta sumar. Fyrst var nú það, að Júlíus Arnason kom einn dag í júlí (að mig minnir) og færði mjer öll skjöl og skil- ríki fyrir afborgaðri bankaskuld minni, og tilkynti mjer jafnframt, að nú kæmi hann með 50 krónur mánaðarlega til mín. — Jeg varð svo feginn að vera nú skuldlaus, að mjer fanst sem heljarbjargi væri ljett af mjer. En jeg sá einnig annað. Jeg sá að jeg gat reiknað með þessari »permanent« afmælisgjöf, eins og jeg kallaði hana. Og brátt þurfti jeg á því að halda. Hafnarfjarðar-þáttur. Vinur minn sjera Þorsteinn Briem hætti að vera aðstoðarprestur í Hafnarfirði, hann varð sóknarprest- ur í Grundarprestakalli í Eyjafirði og fluttist þangað norður. Hvað lá nú fyrir litla fjelaginu, sem hann hafði stofnað, annað en að deyja? Það var svo skamt á veg komið að það var ómögulegt að það gæti staðið á eigin fótum. — Svo sá jeg, að jeg yrði að hlaupa undir bagga með því, og stunda það sjálfur næsta vetur. Jeg fór oft suður í Hafnarfjörð að svip- ast eftir húsnæði til fjelagsfunda. Jeg hitti einu sinni húseigandann að því húsi, sem sjera Þorsteinn hafði búið í. Það var tvílyft hús, og bjuggu hjónin uppi, en íbúð Þorsteins var enn laus. Eigandinn, Jón Jóns- son, kendur við Laugar fyrir austan og kallaður al- mennt Jón Lauga. Hann kvaðst vera fús að leigja mjer neðri hæð hússins fyrir 20 krónur á mánuði. I íbúðinni voru tvær stofur og eitt herbergi ásamt eldhúsi. Jeg sá að nú hafði jeg ráð til þess af af- mælisgjöfinni. Jeg leigði því íbúðina frá 1. oktober að telja. Jeg boðaði svo til fundar, og auglýsti, að allir drengir á aldrinum 14—17 ára væru velkomniri Þann fund hjelt jeg fyrsta mánudag í oktober, og komu fyrir utan fjelagsmenn allmargir drengir. Mig minnir að á þeim fundi væru milli 30 og 40. Jeg gaf þeim, sem ekki voru fjelagsmenn, kost á að verða það og skyldu þeir, er það vildu, gefa mjer nöfn sín, fæð- ingardag og ár og heimili næsta mánudag. Jeg hafði látið smíða bekki og keypt kol. Stofurnar voru raf- lýstar og var borgað eftir Iampafjölda, en ekki eyðslu. Meðan jeg í september var að undirbúa þetta, höfðu ýmsir menn, er tjáðust vera fjelagsskapnum hlyntir, varað mig við einum dreng, sem var í fjelaginu, og sögðu tnjer að hann væri sá mesti uppivöðsluseggur, óviðráðanlegur, vandræðadrengur vegna ærsla í skól- anum, og í einu orði, götustrákur hinn versti; mundi það hnekkja áliti fjelagsskaparins, að hafa hann með. Jeg mundi vel eftir honum frá fundum sjera Þor- steins og hafði þá þegar fundið út, að eitthvað væri bogið við hann; rjeði jeg það þó meira af augnaköstum hinna drengjanna, þegar jeg talaði við hann. — Jeg spurði þá, sem rjeðu mjer til þess að reka hann, hvort hann væri nokkur óknyttadrengur. Svarið var nei, hann hefur ekki gjört neitt þess háttar, sem við lög varðar, en hann var óviðráðanlegur í skólanum, og fullur af ærslum og ósvífni á götunni, og gjörir »uppistand« á Hjálpræðishernum.— »Við sjáum nú til«, sagði jeg. Á fyrsta fundinum sat hann mjög prúður. — Þegar hann var að fara út að fundinum loknum, sagði jeg við hann svo að engir heyrðu: »Farðu nú, en komdu aftur einn eftir 5 mínútur*, jeg þarf að tala við þig. Hann gjörði þetta. Jeg horfði inn í falleg augu, og leitst vel á drenginn. Jeg sagði: »Jeg sje að þú verður aldrei meðalmaður!* Hann horfði undrandi á mig. »Já«, sagði jeg«. Þú verður annað- hvort ágætismaður, þú hefur efni í þjer til þess, eða þú verður versti slarkari og ræfill. Þú getur ekki orðið meðalmaður, og jeg er nú kominn hingað til þess að reyna að hjálpa ykkur drengjum til að verða góðir og nýtir menn, og jeg vil feginn verða vinur þinn, ef þú vilt það, og jeg skal vera voðastrangur við þig, ef mjer líkar ekki framferði þitt. Mjer lítst svo vel á þig að jeg held að það sje ómaksins vert, og jeg vil hjálpa þjer í öllu, sem jeg get. Ef þú vilt ganga í þetta bandalag við mig, þá skaltu aftur tala við mig einslega á mánudaginn kemur; ef þú ekki kærir þig um það, þá skaltu bara fara af fundinum með hinum drengjunum, og svo verð jeg ekki í nán- ari vináttu við þig en aðra fjelagsmenn. — Þú skalt ekkert segja um þetta í kveld«. Jeg kvaddi hann vin- gjarnlega og hann mig á móti. Jeg var svo ákaflega forvitinn, hvernig hann snerist við þessu. — Næsta mánudag bættust nokkrir í hópinn, og er fundinum var lokið, fóru allir, og hann með, en eftir örlitla stund kom hann aftur, og sagðist vilja taka þessu boði. Við töluðum svo lengi saman, því hann sagði mjer alt um sig og jeg fann að hann í engu fegraði sinn málstað. Svo bað jeg með honum. Upp frá því var hann mjer ætíð góður, og tók vel að- finslum mínum, ef jeg komst að einhverju, sem mið- ur mátti vera. Hann umbreyttist ekki í neinn engil strax, en enginn drengur var prúðari en hann á fund- um. Jeg fór að meta hann mikils og gladdist við það, að sýslumaðurinn, með sinni göfugu og mildu sál, hafði trú á þessum dreng. Sýslumanninum þótti svo vænt um að hann var í fjelagshópnum. Nú var það ákveðið, að fundir yrðu á hverju mánu- dagskvöldi, og gekk jeg því þangað þann dag og

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.