Óðinn - 01.07.1935, Blaðsíða 39
Ó Ð I N N
87
heim aftur að loknum fundi. Brátt bættist við Vngsta
deild, fyrir drengi 10—14 ára. Sá einasti tími á mánu-
dögunum, sem jeg hafði til fundarhalda með þeim,
var kl. 12 — 1 á hádegi. ]eg fór því að heiman kl.
IOV2 á morgnana og fyr, ef ófærð var. Undir venju-
legum kringumstæðum var hálfur annar tími nægileg-
ur til fararinnar á milli.
Minningarorö.
1.
Björg Grímsdóttir, síðast húsfrú búandi á Hofakri
í Hvammshreppi í Dalasýslu, var fædd í Hvammsdal
í Saurbæjarhreppi í sömu sýslu 25. nóvember 1835,
og er því á þessu ári 100 ára aldursafmæli hennar.
Foreldrar hennar voru: Grímur Guðmundsson bóndi í
Hvammsdal og síðar á Kjarlaksstöðnm í sömu sýslu,
og Ingibjörg Ormsdóttir Sigurðssonar bónda í Fremri-
Langey á Breiðafirði, sem mikil ætt er af komin, sem
er útbreidd víða um vesturland og kölluð »Orms-
ættc.
Björg fluttist með foreldrum sínum vorið 1840, þá
á fimta ári, frá Hvammsdal að Kjarlaksstöðum í
Fellsstrandarhreppi; þar andaðist Grímur faðir henn-
ar árið 1848. En ári áður fór hún frá foreldrum
sínum að Ormsstöðum í Skarðsstrandarhreppi, til
Guðmundar ]ónssonar smiðs, sem þar var þá bóndi,
og konu hans Helgu Jónsdóttur, systurdóttur síra
Þorleifs prófasts ]ónssonar í Hvammi í Dalasýslu.
Helga var mesta búsýslu- og greindarkona, fróð um
marga hluti. Mun Björg hafa numið af henni ýms
góð og göfug fræði, ekki aðeins þau sem tilbúskapar
heyrðu, heldur einnig þau er göfguðu anda hennar,
til góðra og göfugra verka. Enda mintist Björg ekki
ósjaldan Helgu, og kvað sig eiga henni mikið og
margt að þakka. Dvaldi Björg hjá Helgu í 14 ár,
eða þar til að hún giftist árið 1861. Gekk hún þá
að eiga Friðrik Nikulásson, ættaðan þaðan af Strönd-
inni. Það sama vor fluttu þau Ðjörg og Friðrik að
Skerðingsstöðum í Hvammshreppi. Þar bjó þá Ing-
veldur Brynjólfsdóttir, móðir Friðriks, sem gift var
Bjarna ]ónssyni bónda þar, ættuðum frá Breiðabóls-
stað á Fellsströnd. Árið 1864 fluttu þau Björg og
Friðrik að Hvammi og reistu þar bú á nokkrum
hluta jarðarinnar, sem var þá og er prestssetur. Síra
Þorleifur prófastur ]ónsson, sem bjó þar, var orðinn
aldraður, jörðin stór og erfið, vildi því minka bú-
skap sinn. En árið 1868, þann 13. júní, andaðist Frið-
rik maður Bjargar. Stóð þá Björg uppi mjög efna-
lítil með 2 ungbörn á 1. og 6. ári. I Hvammi bjó
þó Björg, eftir fráfall manns síns, í 2 ár, eða til árs-
ins 1870. Fyrra árið hafði hún kaupamann aðeins yfir
heyskapartímann. Varð hún því sjálf að inna af hendi
utanbæjar sem innanbæjarstörf, sem til fjellu og hún
gat við ráðið. Fara í fjallgöngur að haustinu, hirða
skepnur sínar að vetrinum með fl. Þetta þótti frábær
dugnaður af konu, þó skepnur hennar væru ekki
margar. Síðara búskaparár hennar í Hvammi tók
hún sjer vinnumann, sem var með konu sína og barn.
Með því að taka vinnumann í þeim kringumstæðum,
sá hún að hún gat látið búið, þó lítið væri, forsorga
konuna og barnið, og komst því hjá að borga út
kaup mannsins svo nokkru næmi. Þessi árin blómg-
aðist efnahagur Bjargar einungis fyrir atorku hennar
og framsýni. Hún hafði einlægan vilja og brennandi
áhuga á að bjargast áfram með börnin sín án þess
að leita til sveitarstjórnar framfærsluhrepps síns, sem
á þeim tímum þótti vanvirða meiri en nú gjörist.
Henni auðnaðist það líka, enda þótt hún yrði að
flytja frá Hvammi vorið 1870, sem henni þótti mik-
ið fyrir. Henni hafði liðið þar vel eftir ástæðum. í
Hvammi er mjög hlýlegt og vinalegt, og prófastur og
aðrir voru henni velviljaðir og góðir. En nú hafði pró-
fasturinn sagt af sjer prestskap fyrir aldurs sakir.
Presturinn, sem staðinn fjekk, þurfti og vildi fá alla
jörðina til ábúðar, svo Björg varð að flytja þaðan, þó
nauðug væri. Flutti hún þá að Lækjarskógi í Laxár-
dalshreppi sem ráðskona til ]óns ]ónssonar bónda
þar með bæði börn sín. ]ón var ekkjumaður, átti 4
börn, eitt af þeim þá komið fram yfir fermingarald-
ur. ]ón var efnalítill, en smiður hinn besti á flest
sem fyrir kom — trje sem málma. — Haustið 1871,
þann 25. nóvember, giftist Björg ]óni. En það varð
stutt hjónaband. í júlímánuði 1872 veiktist ]ón af
heiftugri lungnabólgu, og andaðist eftir fárra daga
legu. Var þá mikill harmur kveðinn að heimilinu.
Ekkja með 6 börn harmandi. Björg var þá orðin
ekkja í annað sinn, og miklu ver stödd en áður. Tvö
stjúpbörn hennar í ómegð, sem hún áleit sjer vera
skylt að annast, ásamt hennar — tveimur — eigin
börnum. Efnin lítil, en miklar skuldir, sem hvíldu á
búinu. Björg sýndi það nú, sem altaf, að hún var
trúuð kona, hún treysti guði, treysti því að guð hjálp-
aði þeim, er vildu treysta honum og hjálpa sjer sjálf-
ir. í tvö ár bjó Björg í Lækjarskógi með stjúpsyni
sínum og öðrum stjúpbörnum, með einstökum dugn-
aði og ráðsnild, sem hún ávalt sýndi hvar sem hún