Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 1

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 1
Halastjörnur og stjörnuhröp eptir Þorvald Thoroddsen. Eins og alkunnugt er, eru halastjörnur svo gjörðar, að þeim megin, sem að sólu snýr, er bjartur kjarni, klepp- ur eða höfuð. Utan um kjarnann er optast nær dimm- ari blæja með óreglulegum röndum, og út úr honum einn eða fleiri halar. Halastjarnan er sást 1744 hafði 6 hala, önnur er sást 1811 hafði svo stóran hala, að hann var 23 milliónir mílna á lengd, en kjarninn var 9 þúsund sinnum stærri en jörðin; á halastjörnunni 1845 var halinn 45 mill. mílna. Stjörnur þessar eru mjög léttar og eins og lýsandi þoka á að líta. J>ó þær komi nálægt jarðstjörnum, gjöra þær þeim ekkert rask, en verða stundum sjálfar fyrir áhrifum þeirra. Opt sjást aðrar stjörnur glitra í gegnum halastjörnurnar, og sýnir það bezt hve óþéttar þær eru. fað er von þó mönnum þyki þær ægilegar á að líta, því hali sumra hefir, frá jörðu að sjá, tekið yfir l/e eða jafnvel */* af öllum sjóndeildarhringnum. Halinn snýr optast frá sólu; hann er opt boginn aptur á bak eins og hann færi gegnum eitthvað er veitti mótstöðu. Stærstur er hal- Xímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. 6

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.