Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 3
85
og, að töluvert af ljósi þessu kemur af rafmagnsstraum-
um í halastjörnunum. Menn fundu í þeim kolavatns-
efni og auk þess köfnunarefni; menn urðu og varir við
efnasamband, sem menn höfðu eigi búizt við, nefnilega
„cyan“-vatnsefni (blásýru), og þó erþað eðlilegt að svo
sé, þar sem hin fyrtöldu efni eru, og rafmagnsneist-
ar þjóta í gegnum, því þá myndast einmitt blásýra.
Jamin og ýmsir aðrir náttúrufræðingar ætla, að orsök-
in til rafmagnsstraumanna sé þessi. þ>egar hala-
stjarna nálgast sólina, koma hreyfingar á hinar einstöku
agnir í þessum gufukenda hnetti af sólarhitanum, og
vindar og stormar þjóta fram óg aptur ; við þetta verð-
ur núningur á hinum einstöku pörtum efst í gufuhvolfi
halastjarnanna, og þá framleiðist rafmagn. Sumir halda
að norðurljósin hjá oss komi fram á líkan hátt af nún-
ingi á þyntum loptstraumum efst í gufuhvolfinu.
Rafmagnsstraumar þessir í halastjörnunum verða þó að
vera miklu meiri.
Áður á tímum var það ætlun manna, að halastjörn-
ur boðuðu stórtíðindi, styrjaldir, pestir, dýrtíð og jarð-
skjálfta. Árið 1456 varð Calixtus páfi svo hræddurvið
Halleyshalastjörnuna, að hann bauð að biðja skyldi í
öllum kirkjum að afstýra þeim ógnum, er væntast mætti
eptir af halastjörnunni og Tyrkjanum; halastjarnan 1556
stuðlaði til þess með öðru, að Karl keisari 5. sagði af
sér, og það er jafnvel sagt, að Napoleon 1. hafi álitið
halastjörnu þá, er sást um vorið 1821, fyrirburð fyrir
dauða sínum; halastjörnuna er sást 1668 vildu menn
jafnvel setja í samband við mikinn kattadauða í West-
falen á þýzkalanði, svona var hjátrúin sterk. Stjörnu-
fræðingurinn Halley (1656-1742) var hinn fyrsti, ersýndi
að brautir þeirra væru vissum lögum bundnar. Hann
sagði fyrir að halastjarnan, er sást 1682, mundi aptur
sjást um áramótin 1758-59, og svo varð, sem hann hafði
6*