Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 4

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 4
86 fyrir sagt. Nú sjá menn halastjörnur árlega í sjónpíp- um og reikna brautir þeirra. Sumar halastjörnur hafa Qarska langan umferðartfma um sólu. Donatis hala- stjarna sást t. d. 1858, og kemur aptur að 1900 árum liðnum; halastjarnan er sást 1811 er 3000 ár á hring- ferð sinni, halastjarnan 1780 yfir 70 þúsund ár o. s. frv. Sumar hafa miklu styttri brautir, og eru hinar helztu þeirra nefndar í almanakinu. Stjörnufræðingurinn Encke (1791—1865) fann halastjörnu, sem eptir honum er nefnd; hún hefir styzta braut af öllum, er menn þekkja, og fer um sólina á hér um bil 1200 dögum. Hann sýndi fram á, að umferðartfmi hennar í hvert skipti stytt- ist hér um bil um % úr degi. þ>etta kemur af því, að ljósvakinn (ether), sem fyllir allan geiminn, veitir þess- um létta hnetti svo mikla mótstöðu, að gangur hans breytist smátt og smátt. Menn hafa stundum tekið eptir því, að halastjörn- ur klofnuðu; í kínverskum annálum er getið um hala- stjörnu 896 árum f. Kr., er klofnaði í tvent, og eins var um halastjörnuna 1618, er Kepler ransakaði. Biela's stjarnan hefir nærri 7 ára umferðartíma; hún skiptist 1845 f tvent. Maury sá hana fyrst í tvennu lagi, í Washington 29 des. 1845, °g fitlu síðar sást hið sama í Európu. D’Arrest í Kaupmannnhöfn reiknaði út fjarlægðina milli kjarnanna. 14. jan. 1846 var hún 38390 mílur 24. — — — — 40420 — 3. febr. — — — 41529 — 13- — — — — 41822 — 23. — — — — 41572 — 5. marz — — — 41091 — 15- — — — — 39053 — 28. — — — — 37339 —; lengst var á milli kjarnanna ísólnánd. 1856 sáststjarn- an aptur; þá voru orðnar 352,342 mílur milli kjarnanna.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.