Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 5
«7
i866 var stjarnan alveg horfin og hefir eigi sézt síðan.
Af því halastjörnurnar eru svo léttar, verða þær miklu
fremur fyrir áhrifum en aðrir himinlíkamir, og eru því
eigi eins stöðugar á brautum sínum; einkum er þeim
hætta búin nálægt plánetunni Júppiter og segir Jóhn
Herschel að Júppiter sé þeim stöðug hneykslunarhella.
Árið 1770 sást halastjarna, og var húnlátin heitaíhöf-
uðið á Lexell stjörnufræðingi; hún fór um sólu á 5 %
ári og braut hennar lá mjög nærri Júppiter; 1776 og
1781 sást hún eigi, en þegar betur var að gáð, sáu
menn, að hún var komin inn fyrir tungl Júppiters,
Júppiter hafði dregið hana svo að sér; við þetta breytt-
ist braut hennar gjörsamlega. Aldrei hafa menn tek-
ið eptir því, að halastjarna gjörði nokkurri plánetu
mein.
Zöllner reynir að gjöra sér hugmynd um hala-
stjörnurnar á þenna hátt. Gufur i geimnum þéttast
og dragast saman eptir hitahlutföllum í óreglulega
hnöttótta líkami; ef nú þessi gufulíkami er fjarri fasta-
stjörnu, fær hann sama hita og geimurinn (—142° C.
að því er Pouillet reiknar), en dragist hann að ein-
hverri sól, hitnar hann og stækkar, og nú myndast
reglulegri hnöttur og ýmsar efnabreytingar eiga sér
stað sökum hitans. Rafmagnið í hnetti þessum kemur
fram, eins og fyrr var getið, af núningi hinna einstöku
agnaoglýsir upp halastjörnuna. Sólarljósið getur bein-
línis breyzt í rafmagn, það hafa menn séð á jörðunni.
Zöllner heldur nú að halinn myndist af mismunandi á-
hrifum og sambandi rafmagns sólarinnar og halastjörn-
unnar og sé nokkurs konar útgufun. f»ó eru margir
þessu fráhverfir, og eigi vita menn enn með neinni
vissu hvernig á halanum stendur. Eptir ætlun Zöllners
er hitinn í geimnum beinlínis eða óbeinlínis orsök til
myndunar halastjarnanna; þar sem hitinn er mjög mik-
ill, dreifast gufurnar, en þéttast þar, sem hann er minni;