Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 6
88 segir hann, að þegar hitinn sé litill, komi fyrir sjónir vorar fleiri smá halastjörnur en annars; vill hann setja þetta i samband við sólblettina, og segir þær séu flest- ar þegar þeir eru flestir og sólarhitinn þess vegna minni. J>ó hafa menn á seinni timum farið að efast um að halastjörnur væri alveg gufukendar. Bessel sýndi að stjörnuljós brotnaði eigi þó það færi gegnum halastjörn- ur, en svo ætti að vera ef í þeim væri eintóm gufa ; flestir hneigjast nú að þeirri skoðun, að þær séu hóp- ar af eintómum föstum og fljótandi ögnum, og ef til vill gufa á milli. Ef vér nú snúum oss að stjörnuhröpunum, þá sýnist þeim vera alt öðruvísi varið. Eins og kunnugt er, héldu menn fyrrum, að jörðin væri flöt, himininn kúpa eða hvolf yfir henni, og stjörnurnar glitrandi smáagnir, eins og deplar í bláum kirkjukór. þegar menn nú alt í einu sáu eitthvað líkt stjörnu blika, detta, draga á eptir sér ljósrák og hverfa svo alt i einu, var eigi að búast við, að menn ímynduðu sér annað, en að það væru reglulegar stjörnur, er féllu. Enn er sú trú sumstaðar, að stjörnuhrap boði manns- lát eða maður deyi einhverstaðar við hvert stjörnu- hrap, og eru það leifar af hjátrú frá miðöldunum. Seinna héldu menn, að stjörnuhröp væri að eins ljós- glampi í gufuhvolfinu, er kæmi af rafmagni eða öðru. Svo ber opt við, að steinar falla úr lopti tiljarð- ar. J>essir himinföllnu steinar eru kallaðir loptsteinar (aerolípar), meteorsteinar eða meteorítar. þegar í forn- öld höfðu menn tekið eptir því, að steinar féllu; Livi- us, sagnaritarinn rómverski, getur um steinregn, Plini- us getur um stóran loptstein, er féll hjá Aegos Pota- mos í prakíu 476 f. Kr. pað er og mælt, að 823 e. Kr. hafi á Saxlandi rignt svo mörgum loptsteinum, að þeir kveiktu í 35 þorpum; sama er margopt getið f annálum frá miðöldunum og eins í nýrri bókum, en

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.