Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 8

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 8
90 munandi að stærð og þyngd. Steinamir, sem féllu við Aigle, voru i —18 pnd. á þyngd; 19. júní 1866 féllu við Knyahinya í Ungarn margir loptsteinar, og var einn þeirra 600 pnd. á þyngd, Pallas fann 1772 við Jenisej meteorstein, er var 1600 punda þungur; við Bendego í Brasilíu fanst loptsteinn, er var 17000 pnd. og við Olumba í Perú annar, 30 þúsund pnd. Nor- denskjöld fann við Ovifak á eynni Disco hjá Græn- landi 3 stóra steina (500, 200 og 90 vættir), og sýndust þeir vera þessarar tegundar, en þó halda nú flestir um þá, að þeir séu jarðneskir og eigi komnir frá himn- um ofan, svo vart er hægt að telja þá til loptsteina, þó þeir að eðli sínu og útliti séu þeim mjög líkir. Allir meteorsteinar eru gleraðir á yfirborðinu og huldir bráðinni skorpu, og myndast hún við hitann á fluginu; þeir eru dökkleitir að utan og gjallkendir og margvíslega uppblásnir af hitanum, opt með ótal blöðr- um og holum, og vörtum og kúlum út úr sér. Meteor- steina hafa menn nákvæmlega sundurliðað og fundið í þeim ýms frumefni, alls 271, og eru þau samskonar og hér á jörðu. Eðlisþyngd þeirra er mismunandi eptir efnablandinu, vanalega milli 3 og 6, stundum alt að 8; flestir hafa þó vanalega steinþyngd, um 3. Meteorítum má skipta í tvo flokka eptir efnunum, í járnmeteoríta og sleinmeteoríta. Járnmeteorítar eru miklu sjaldgæfari (hér um bil eins og 1: 100); í þeim er mestmegnis hreint járn; þó er járn þetta að eðli sinu nokkuð öðruvísi en járn það, sem á jörðunni finst; optast er dálítið af nikkel í þessum járnsteinum, og hin innri samsetning þeirra er frábrugðin. Sé meteorjárn fægt og helt á flötinn sýru, koma fram 1) Efnin eru: súrefni, vatnsefni, köfnunarefni, klór, járn, magnesium, liþíum, kísill, mangan, aluminium, kalium, natri- um, calcium, brennisteinn, kolefni, nikkel, zink, kopar, ar- senik, fosfor, antimon, blý, tin, kobalt, króm, títan og selen.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.