Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 11

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 11
93 pegar Humboldt kom heim til Európu, hélt hann spurnum fyrir um stjörnuhröp annarstaðar þessa nótt, og frétti að þau höfðu sézt yfir mikinn hluta jarðar- innar (900,000 □ mílur). 1766 höfðu íbúar í Cumana orðið varir við hinar sömu eldglæringar, og 18320^33 sáust fjarskaleg stjörnuhröp, einkum í Norður-Ameríku; þar töldu menn eitt sinn 300 þúsund stjörnuhröp á 9 klukkustundum. f»að var þá skoðun Humboldts, að stjörnuhrapa-mergðin mundi vera mest 33. hvert ár, og reyndist það satt 1866—67. 1833 sá Ölmstedtfyrst, að stjörnuhröpin i nóvember komu einkum frá vissum hluta himinsins eins og geislar og eldflugur frá einum miðpunkti; þessi depill er á milli stjarnanna s og p i ljónsmerki. þ"essi stjörnuhröp eru því nefnd „leonidœ1*. Stjörnuhröpin á Lafranzmessu koma fram nálægt stjörnunni Algol í Perseus-merki og kallast þvi “per- seidœu. f>ó nú stjörnuhröpin sýnist koma frá einum depli, þá er það þó eigi svo í raun og veru, þau koma að eins úr sömu átt af talsverðu sviði, ljósrákirnar sýnast ganga saman sökum fjarlægðar upptakanna, eins og ljósraðir að kveldi dags í langri götu í stór- borg ganga saman fyrir auganu lengst í burtu. Fyrst var það ætlun manna, að stjörnuhröpin væri smá hnattbrot eða agnir, er í stórum hríngmynd- uðum hóp gengi kringum sólina, og að jörðin snerti þennan hring í ágúst og nóvember. Nýrri ransóknir virðast allar benda til þess, að meteor-steinarnir séu lengra að komnir úr stjörnugeimnum, og hafi eigi eins reglulega braut og pláneturnar. Hraði loptsteinanna er meiri en menn gæti búizt við, ef þeir væri upprunnir úr voru sólkerfi, og auk þess hreyfast þeir öfugt við jarðstjörnurnar. Braut þeirra er heldur eigi krappur sporbaugur, sem nálgast hring, eins og hjá plánetunum, heldur mjög viðir sporbaugar með mikilli fjarlægð milli brennideplanna; jarðbrautin sker brautir þeirra

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.