Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Síða 20

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Síða 20
102 hafi hann lengstum setið á Möðruvöllum i Eyafirði (sbr. J. E. Árb. II, 9), enda mun dóttir hans óluf og maðr hennar Björn hinn riki J>orleifsson Árnason- ará siðari árum Lopts hafa verið farinn að búa á Skarði (B. B. Sm. æf. I, I, 161. bls.). Af skiptabréfi eftir Lopt, er siðar verðr getið, er að ráða, að Loptr, er hann/i andaðist, hafi auk búsins á Möðruvöllum, átt bú' í Hlið (Lögmannshlíð)13, i Vaðlaþingi, að þær mundir hafa gengið úrættis (nema Loptr hinn ríki hafi verið af þeirri ætt). 13) Á fjórtándu öld höfðu lögmenn hverr fram af öðrum búið í Hlíð. Var fyrstr þeirra Sigurðr Guðmundarson, er var lögmaðr 1292 og settist um þær mundir á Möðruvöllu í Hörgárdal og þóttist eiga að halda að erfðum (Lafr. s. bysk. 6. k.: Bysk. I, 795-796), en áðr hafði þó Jörundr byskup greitt honum peninga fyrir staðinn (1285: Árna. s. bysk. 53 k.: Bysk. I, 750). Hann getr eftir tímanum vel hafa verið sonr Guðmundar, er var mágr þorgíls skarða og bjó að Hrafnagili í Eyafirði, er hann var veginn 1258 (Sturl. 9, 52: III, 283), og síðan var einn þeirra, er skattinn sór Hákoni konungi á alþingi 1262. Faðerai Guðmundar á Hrafnagili er ókunnugt, og eigi er líklegt, að hann só sá Guðmundr Gílsson undan Hvassafelli, er nefndr er í Sturlungu 7, 23: III, 49 (sbr. Isl. fombr. safn I, 729), því að hann mun eflaust vera sá Guðmundr Gílsson, er lengi fylgdi Sturlungum og féll á Haugsnesfundi 1246 (Sturl. 7, 42 : III, 88), bróðir Vigdísar, frillu Sturlu Sighvatssonar, og sonr Gíls Bergssonar á Reykj- um í Miðfirði, og hefir Sturla að líkindum fengið honum stað- festu í Eyafirði. Sonr Sigurðar lögmanns var Guðmundr í Hlíð, er lögmaðr varð 1302 og annað sinn 1321. Sonr hans hét þórðr (Lafr. s. bysk. 30. k.: Bysk. I, 827) og annarr mun hafa verið Sigurðr, er lögmaðr varð 1358 og 1376, og átti Solveigu Magnúsdóttur Brandssonar, systur Eiríks hins ríka á Möðruvöllum. Son Sigurðar hét Guðni (Safn t. s. ísl. II, 63) og annarr hefir að líkindum verið Guðmundr Sigurðarson,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.