Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 21

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 21
i°3 Sjávarborg14 í Skagafirði og á Márstöðum í Vatns- dal. Lopts Guðormssonar er það einna fyrst getið í bréfum, svo að mér sé kunnugt, að hann var vottr að kaupi á Kirkjuhvammi vestra, er fram fór á þúngeyr- um 6. jan. 1406, og árið eftir hefir hann á Grund í Eyafirði staðfest transskriftarbréf eða eftirrit af sálu- gjafarbréfi Halldórs prests Loptssonar föstudaginn næstan eftir Mattíasmessu (28. febr.) 140715. |>ví næst getr þess, að Loptr var vottr að því, er þau Benedikt Brynjólfsson og Margrét Eiríksdóttir kona hans, en móðursystir Lopts, handlögðu fé það allt, er Margrét erfði eftir Steinmóð prest þorsteinsson, barnaföður Ingileifar Eiríksdóttur, systur Margrétar og aðra móð- ursystur Lopts (J. E. Árb. II, 11, við ár 1415), og sið- an vottr að þvi, er Árni byskup Olafsson samþykkti gjöf Árna prests Helgasonar til Helgafellsklaustrs (s. st. 12. bls., við ár 1416), og enn að þvi, er Ingibjörg Lopts- dóttir, ömmusystir Lopts, handlagði Magnúsi Jónssyni og Ingunni Árnadóttur, konu hans, Grund i Eyafirði og fleiri jarðir (s. st. 13. bls., við ár 1417). fá er get- ið ágreinings millum Lopts hins ríka og Árna bysk- ups Ólafssonar (1413—1430), er kom út með hirðstjórn er andaðist 1380 (ísl. ann.). Eigi er ólíklegt, að karlleggr ættarinnar hafi dáið út um þær mundir, eða þá litlu síðar í plágunni, og hafi þá Hlíð borið undir ættmenn eða niðja Eiríks hins ríka Magnússonar. 14) Hafi Loptr hinn ríki átt Sjávarborg, hefir hann eigi eignazt hana fyrr enn á síðustu árum sínum, því að árið 1432 afhendi Margrét Eiríksdóttir, ekkja Benedikts Brynjólfsson- ar, en móðursystir Lopts, jörðina Sjávarborg Jóni byskupi (Vilhjálmssyni) og Hóla kirkju (J. E. Arb. II, 28). 15) Bréf þessi eru bæði prentuð í J. P. Tímar. I, 36—37 og IV, 78—80.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.