Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 24

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 24
io6 ráðsmannsdœmi Hólastaðar heima og annarsstaðar á búum um Fljót og Skaga og sömuleiðis norðr undan um allar inntektir og útgjöld, en fyrir kostnað, er mennLopts hefði gert, lagði liann io hundruð og skip- brot, er rekið hafði haustið áðr, og tók byskup það með góðvild og virðing21. J>á er þess getið, að Hrafn lögmaðr Guðmundarson hafi árið 1432 miðvikudaginn næstan fyrir I.afranzmessu á Hálsi í Fnjóskadal úr- skurðað um gjöf Halldóru f>orfinnsdóttur til Lopts hins ríka Guðormssonar22. Svo er talið, að Loptr Guðormsson og Ingibjörg Pálsdóttir, kona hans, hafi bæði andazt 1436 (B. J. Ann.), og er eigi að sjá, að Loptr hafi þá verið mjög hniginn að aldri, því að bæði hafði hann sýslur á hendi fram yfir 1430, enda var Sofía dóttir hans á ómaga aldri, er hann andaðist23. Hafi Loptr hinn riki andazt um sextugs aldr, sem varla ferr mjög fjarri lagi, er hann fœddr um 1375— 1376, og eptir aldri skilgetinna barna hans má ætla, að hann hafi eigi kvongazt fyrr enn skömmu eftir pláguna. J>annig kemr það vel heim, að J>orvarðr Loptsson, sem mun hafa verið í eldra lagi skilgetinna barna hans, hafi eigi kvongazt fyrr enn eptir dráp 21) B. J. Ann., við ár 1429 og 1431 ; J. E. Árb. II, 22, 28, við ár 1430 og 1432 ; B. B. Sm. æf. I, I, 160—161. bls. 22) Bogi Benediktsson (Sm. æf. 1,1, 157. bls.) nefnir Hall- dóru þessa ‘þorsteinsdóttur’ og svo gerir einnig Jón Pétrs- son (s. bls. 1. ath. gr.), en hvort föðurnafn Halldóru er hér réttara enn í Safni t. s. ísl. þykir óvfst. Á báðum stöðum segir, að úrskurðrinn sé felldr miðvikudaginn fyrir Lafranz- messu, og segir Jón Pétrsson, að hann sé felldr um vorið í marzmánuði, en Jón Sigurðsson í Safni t. s. ísl., að það hafi verið 6. ágúst, sem virðist rétt vera. 23) B. B. Sm. æf. I, I, 24. bls.: J. P. 4. ath. gr. sbr. 161. bls.: J. P. 2. ath. gr.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.