Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 35

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 35
U7 JÓn (örnólfsson?), faðir Örnólfs að Staðarfelli, er raunar eigi kunnr nema að nafninu einu. í Sturlungu eru nefndir tveir menn með Örnólfs nafni, er hvorr þeirra að tímanum til hefði getað verið faðir Jóns. Annarr var Jónsson og bjó að |>verá i Skagafirði. Hann var í för með Gizuri þorvaldssyni til Eyafjarðar að brennumönnum i janúarmánaði 1254 og síðan var hann með Oddi þórarinssyni ( Fagranesi, er hann handtók Heinrek byskup í septembermánuði sama ár (Sturl. 9, 8, 15: III, 197, 199, 209). Annað kemr hann eigi við sögur, og hefir hann eigi þótt líklegr til þess að vera ættfaðir Lopts hins ríka. Hinn Örnólfr var porvarðsson og bjó í Miklagarði í Eyafirði, og verðr hans síðar meirr getið. Hafi Jón, faðir Örnólfs að Staðarfelli, verið Örnólfsson og eyfirzkr, hefir hann eflaust verið sonr Örnólfs í Miklagarði. Halldórr Loptsson prestr var ömmubróðir Lopts hins ríka, og telr Jón Pétrsson ætt hans þannig38: 1. Halldórr Loptsson prestr og officialis, er dó í plágunni; hans faðir 2. Loptr pórðarson á Möðruvöllum; hans faðir 3. pórðr Hallsson á Möðruvöllum, er dó 1312; hans faðir 4. Hallr Jónsson (á Möðruvöllum); hans faðir 5. Jón. J>etta er án alls efa rétt talið, það sem það nær, en verðr betr rakið. En fyrst er að líta 3’fir frænd- bálk Halldórs prests og æfiferil lians og langfeðga hans, er hér eru nefndir. aðalmálinu á sömu blaðsíðu segir, að kaupið hafi bréfað ver- ið í Hjarðarholti fjórum vetrum síðar enn salan fór fram. 38) B. B. Sm. æf. I, I, 9. bls : J. P. 2. ath. gr. ; 14. bls.: J. P. 5. ath. gr. ; 138. bls. : J. P. 1. ath. gr. sbr. J. P. Tímar. 18, 80. 8*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.