Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 38
120 sömuleiðis leigði byskup honum jörðina Heynes i Borgarfirði. Árið 1391 kom Halldórr út og settist að i Heynesi, og árið eptir (1392) er tekið fram, aðhann1 hafi haldið öllum völdum sínum suðr þar og sömu- leiðis prófastsdœmi nyrðra, og hefir það eigi verið all- títt, að sami maðr héldi svo völdum í tveimr byskups- dœmum. Árið 1394 var Halldórr í för með Vigfúsi ívarssyni hirðstjóra, þorsteini lögmanni Eyólfssyni og mörgum höfðingjum öðrum vestr til Dýrafjarðar til þess að skipa málum þeirra Bjarnar Einarssonar Jór- salafara og J>órðar Sigmundarsonar út af áverkum manna þórðar við menn Bjarnar undir Núpi í Dýra- firði árið áðr; og var hann einn þeirra, er Björn Jór- salafari tók til gerðar um málið44. Um þessar mundir og eftir þetta er einkum getið jarðakaupa Halldórs Loptssonar. Árið 1393 er talið, að Halldórr hafi keypt hálft Kristnes í Eyafirði að forvaldi vasa Ogmundarsyni, og 1395, að hann hafi keypt hálfa Grund í Eyafirði að Birni Einarssyni Jór- salafara og enn ári síðar (1396,—heldr en 1397), að hann hafi keypt Skriðuland hið neðsta að bróður J>orvaldar vasa, Böðvari súbdjákn (eða djákn) Ogmund- arsyni (J. E. Árb. I, 116, 120)45, og enn er þess getið, — og þykir öllu líkara, að svo sé, og Halldórr hafi einungis haft prófastsdœmi um Borgarfjörð (sbr. ‘völd syðra’, — eigi vestra). — Sama ár (1391) var þorsteinn Snorrason ábóti að Helgafelli skipaðr officialis eða umboðsmaðr af Mikaeli bysk- upi um allt Skálholts byskupsdœmi. 44) Heimildir allra þessarra sagna um Halldór prest eru íslenzkir annálar. 45) B. B. Sm. æf. I, 1, 147. bls. : J. P. 3. ath. gr. — þess er getið, að árið 1396 hafi Halldórr Loptsson vottað um jarðakaup Pétrs byskups Nikulássonar og Halldórs bónda Arngeirssonar (J. E. Arb. I, 120; sbr. J. P. Tímar I, 50).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.