Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 39

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 39
121 að haustið 1398 hafi Jón Hákonarson í Víðidalstungu46 kvittað Halldór prest Loptsson um Grundar verð og Holt (hálfa Grund: J. E. Árb. I, 121)47. Árið 46) í formála Flateyarbókar (Christ. 1868, V. bls.) er ger tilraun til þess að sanna, að Jón Hákonarson (Gizurarsonar galla) hafi eigi búið í Víðidalstungu, og segir þar og, að ekk- ert sé kunnugt um niðja hans, en Jón Pétrsson hefir (B. B. Sm. æf. I, 1, 23. bls.: J. P. 3. ath. gr.) leitt full rök að því, að Jón hafi átt Víðidalstungu og að börn hans, Helgi og Guðný, er átti Sveinn Bergþórsson, hafi fengið jörðina að erfðum eftir föður sinn, en síðan eignaðist hana þorleifr Amason, dóttur maðr Bjarnar Jórsalafara, og er engin á- stœða til þess að efast um, að Jón hafi búið þar og einnig Hákon faðir hans eftir föður sinn Gizur galla (Bjamarson Svarthöfðasonar), er bjó þar á dögum Lafranz byskups (Lafr. s. bysk. 51. k: Bysk. I, 855). 47. Svo sem kunnugt er, átti þórðr Sighvatsson kakali Grund, en eftir dauða hans 1256 kallaði Steinvör systir hans, kona Hálfdanar Sæmundarsonar á Keldum, sér landið, því að þórðr ætti engin skilgetin börn, og fékk hún síðan þorvarði þórarinssyni búið á Grand og allar heimildir, er hún þóttist eiga þar eftir þórð, og eggjaði hann að halda sem hann væri drengr til (Sturl, 9,44-—45: III, 270-273). En bæði bend- ir frásögnin til, enda er það auðsætt af skaplyndi Steinvar- ar, að hún hefir eigi kallað eftir eignum þórðar bróður síns af áseilni við börn hans, heldr til þess að heiinta þær úr hin- um áseilnu greipum hins norrœna konungsvalds, er þá var tekið að skipa ríkjum og eignum á Islandi með hinu mesta gerræði. En þótt þorvarðr næði eigi að staðfestast þar, þá hefir hann þó rutt óþægum steini úr götu Steinvarar, er hann tók af lífi hinn ótrauða og kappsama framkvæmdar- mann og fulltingjara konungsvaldsins, þorgils skarða (1258). þegar þorvarðr hélzt þar eigi við eftir þetta lítt þokkaða víg, tók Loptr Hálfdanarson við búi á Grund næsta vor (Sturl. 9, 55: III, 288). Hvé lengi Loptrhafi búið á Grand, verðr eigi séð. Eflaust er það Loptr Hálfdanarson, er nefndr er í

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.