Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 40
122
1403 er hann talinn officialis Hólabyskupsdcemis á-
Grundarkirkjumáldaga Auðunnar byskups (frá 1318: J. P.
Tímar, III. 791; sbr. B. B. Sm. æf. I, 1, 15. bls: J. P. 1.
ath. gr.), og kynni sú frú prúðr, er þar er nefnd, að hafa
verið kona hans. Jón Espólín (Árb. I, 74) segir, að Sighvatr
Hálfdanarson ætti Grund, og í nafnaskrá Árbókanna og í B.
B. Sm. æfum (1, 1, 140 bls.) er hann nefndr ‘Sighvatr á
Grund’, en eigi þekki eg neinar heimildir fyrir því, að hann
hafi átt Grund eða búið þar, og víst er um það, að þá er Ami
byskup hóf tilkall til Odda staðar á hendr þeim Steinvarar-
sonurn, og meðan á þeim málum stóð, átti hann heima fyrir
sunnan (í Odda, á Skipaholti og að Keldum: Árna s. bysk.
14. og 54. k.: Bysk. I, 697, 751). Loptr var þá og fluttr
suðr, og settist hann á Odda, er leikmenn tóku staði 1284
(Áma s. bysk. 40. k.: Bysk. I, 734). það er varla efanda,
að hann hafi við syni þórðar kakala sleppt föðurleifð þeirra á
Grund, er þeir hafa haft þroska til við að taka, og er mjög
líklegt, að þeir pórðr og Jón brœðr, er getr í Grundarkirkju
máldaga, sé synir þórðar, er svo hétu (Sturl. 7, 47: III, 94).
Kolbeinn hét einn sona þórðar. Hann er eigi nefndr í Sturl-
ungu, búið af því, að hann hafi þá mjög ungr verið og hafi, ef
til vill, verið fœddr eftir að þórðr fór síðast utan (1250), og
uppalinn í Noregi. Hann gat haft nafn eftir Kolbeini, er féll
á Orlygsstöðum, bróður þórðar, eða frillu þórðar, Kolfinnu í
Geldingaholti þorsteinsdóttur (í Hvammi Jónssonar) eða má
vera helzt eftir Kolfinnu þorvaldsdóttur vatnsfirðings (og
|>órdisar Snorradóttur Sturlusonar), er var með þórði, er
hann andaðist (Sturl. 9, 54: III, 286). Kolbeins þórðarson-
ar kakala getr í þórðar sögu hreðu í Vatnshyrnu, og segir
þar (í niðrlagi þórðar sögu), að hann væri faðir pórðar, föð-
ur Árna, föður Ingileifar. Nú er víst, að Vatnshyma var rit-
uð fyrir Jón Hákonarson eins og Flateyarbók, því að ættir
eru í báðum raktar til hans (G. V. formáli Bárðar s. snæ-
fellsáss o. s. frv., Khvn. 1860, X. bls.). Enmeðþví aðí Vatns-
hymu er einnig rakin ætt til Ingileifar Árnadóttur, sem orðið
hefir að lifa á sama tfma og Jón Hákonarson (Jón 7. maðr