Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 47

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 47
129 ups, en þeir þórðr Hallsson og Jón Einarsson lögmaðr vörzlumenn Hrafns og „lézt þá hvárr þeirra tíunda fimm hundruð hundraða56“. Sama haust fór Árni byskup ut- an að Gásum f Eyafirði og dvaldist áðr um hríð með J>órði á Möðruvöllum (Árna s. bysk. 65. og 69. k.: Bysk. I, 770—771, 775). J»órðr Hallsson mun, svo sem íslenzkum höfðingj- um var títt um þær mundir, einart hafa verið í förum milli íslands og Noregs. Eigi verðr sagt, nær hann hafi herraðr verið07. Árið 1292 getr útkomu Jörundar byskups, og herra J>órðar Hallssonar og Pétrs af Mói, norrœns manns, með boðskap Eiriks konungs um kirknamál (ísl. ann.). Árið r303 getr og útkomu herra þórðar og sama ár var honum utan stefnt og mörgum höfðingjum öðrum lærðum og leikum, og mun það hafa verið að undirlagi Álfs úr Króki, er farið hafði utan árið áðr, og „sagði Hákoni konungi margar ný- ungar af íslandi11 (ísl. ann.). Álfr úr Króki kom aftr út 1305, og hafði þá margar nýungar og fáheyrðar beiðslur, og kallaði alla þá útlaga, er eigi vildu undir ganga. Gerðu þá Norðlendingar för að honum á Hegra- nesþingi, svo að hann varð ákaflega hræddr, en herra J>órðr á Möðruvöllum og aðrir herrar létu bera skjöldu fyrir hann, og varð það hjálp hans (Lafr. s. bysk. 17. k.: Bysk. I, 807; ísl. ann., við ár 1305). Tveimr ár- um síðar komu út visitatores eða erindsrekar (umboðs- menn) Jörundar erkibyskups, síra Lafranz Kálfsson, 56) þessi orð sýna, að söguritarinn hefir verið meiri vinr Arna byskups enn mótstöðumanna hans í staðamálum, en eigi verðr af þeim leitt, að þeir herra þórðr og Jón lög- maðr hafi mishermt um eign sína, þó að slíkt muni snemma hafa við brunnið. 57) Hann er nefndr ‘herra þórðr’ í Arna s. bysk. 13. k. (ár 1274), en ‘þórðr bóndi’ í 18. k. (ár 1276).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.