Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 48

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 48
»30 er siðar varð byskup, og bróðir Björn, norrœnn maðr. Jörundi Hóla byskupi var enginn fögnuðr í komu þeirra og tók hann við Lafranz með lítilli blíðu. Bauð J>órðr Hallsson honum þá til sin og sat hann á Möðru- völlum um vetrinn (1307—1308) með einn svein. þann vetr varð ágreiningr um leg og sálugjöf Solveigar Loptsdóttur (Helgasonar), er drukknað hafði í Hörgá vorið áðr, konu þorvaldar Geirssonar i Lönguhlið, í milli Hildibrands prests Grímssonar að Bœgisá og f>óris ábóta að jpverá58, og úrskurðaði Lafranz henni leg að Bœgisá. Um það mál var haldin samkoma að þverá um vetrinn, og var þá Lafranz dreginn og hrund- inn út úr kirkjunni og kirkjugarðinum, en herra þórðr, er þar var staddr með honum, veitti honum styrk og kom honum undan (J.afr. s. bysk., 20.—21. k.: Bysk. I, 812—814). fórðr Hallsson andaðist 1312 (ísl. ann.; Lafr. s. bysk., 30. k.: Bysk. I, 825, 886). — Enn má geta þess um J>órð Hallsson, að hann átti barn við Eirnýu nokkurri Helgadóttur Helgasonar bónda úr Langadal, er Rannveig hét, og fékk hennar þorsteinn Geirsson59 í Auðbrekku (Byskupa ættir: ísl. s. I, 359). Faðir herra J>órðar á Möðruvöllum var Hallr Jóns- son á Möðruvöllum, ágætr höfðingi. |>ar eð hann er 58) Jón Espólín (Árb. I. 31) nefnir þóri ábóta að þverá ‘Haraldsson’, og er það líklega eftir einhverjum ábótatölum. 59) þorsteinn í Auðbrekku, er átti Eannveigu þórðar- dóttur, hefir verið bróðir jporvalds í Lönguhlíð, er átti Sol- veigu (J 1307) Loptsdóttur, og hafa þeir verið synir Geirs hins auðga á Silfrastöðum (Sturl. 9, 8: III, 197 og víðar, ár 1254 og 1255) þorvaldssonar, er gaf Sigurði Ormssyni frá Svínafelli goðorð sín (Sturl. 3, 122: I, 227), Guðmundarson- ar hins dýra, og hafa þeir þá þorsteinn og þorvaldr Geirs- synir verið samhliða Brandi Eirikssyni Einarssonar, föður Magnúsar á Svalbarði, föður Eiríks hins ríka á Möðru- völlum

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.