Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Síða 52

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Síða 52
134 getið meðal góðra bónda í Eyafirði, þar er Sighvatr Sturluson var fyrir skömmu fluttr norðr þangað, og Sturla sonr hans (fœddr 1199) var sautján eða átján vetra (um 1218)66. það getr og naumast leikið efi á, að þessi Jón Örnólfsson á Möðruvöllum sé hinn sami og Jón Örnólfsson í Miklagarði, er þorsteinn Jónsson (Loptssonar) dvaldist hjá um hríð, er hann kom sunn- an til Eyafjarðar til liðs við þorgrim alikarl 1199 (Sturl. 3, 29: I, 176). Hefir þá Jón fyrst farið að búa í Miklagarði, en síðan flutzt á Möðruvöllu, hvort sem þeir hafa verið föðurleifð hans eða eigi. Jón Örnólfsson andaðist 1222 (ísl. ann.). Dóttir Jóns Örnólfssonar og systir Halls á Möðruvöllum hefir verið Herdís, er átti Jón, bróðir þorgeirs í Holti undir Eyafjöllum og Holm- steins. föður Gríms prests, er skipaðr var Oddi 1274 (Á. s. Bysk. 14. k.: Bysk. I, 697) og hafa þá fyrst, svoaðséð verði, hafizt tengdir með þeim Möðruvellingum og Holts- mönnum, en endrnýazt aftr, er þórðr Hallsson fékk Guðnýar, dótturdóttur þorgeirs úr' Holti, sem fyrr segir. Faðir Jóns Örnólfssonar á Möðruvöllum hefir ver- ið Ornólfr Jónsson, er andaðist tveim vetrum fyrr enn Jón sonr hans kemr við sögur, eða 1197 (ísl. ann.), og hafa þeir feðgar eflaust verið merkir menn, er þótt hefir hlýða að rita andlátsár þeirra. Hvort Örn- ólfr hefir búið á Möðruvöllum eða annarsstaðar, verðr 66) Sturl. 4, 19: II, 37.—í lesmáli Sturlungu (Khafnar útgáfunnar) stendr á þessum stað ‘Halldórr’ (Ornólfsson) fyrir ‘Jón’, sem til er fœrt í mismunargrein neðanmáls, og mun það svo til komið, að ritari einhvers handrits hefir haft Hall, son Jóns í huganum, og verið búinn að rita ‘hallr’, en áttað sig þegar og skrifað ‘jón’, en gleymt að draga eða punkta út ‘Hallr’, og svo hefir sá, er næstr ritaði, úr ‘hallr jón’, gert ‘halldórr’.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.