Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 53

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 53
eigi séð, né hversu hann hefir venzlaðr verið þeim höfðingjum, er þá voru uppi í Eyafirði67. Vel mætti vera, að hann hefði verið í beinan karllegg frá Ey- ólfi hinum halta Guðmundarsyni, þótt það verði eigi rakið. — þ>að hefir verið getið til, að hann, eða Orn- ólfs ættin i Eyafirði á þrettándu öld, hafi verið af ætt Örnólfs, sonar J>órðar slítanda, er nam Hörgárdal of- anverðan. Sú ætt venzlaðist við ættmenn Helga hins magra, því að Örnólfr þórðarson átti Yngveldi allra- systur, dóttur Hámundar heljarskinns og Helgu Helga- dóttur hins magra (Landn. 3, 14: ísl.s. I, 211). En þó að slikt geti verið, eru eigitil þess nein likindi. þor- varðr í Kristsnesi, sem kunnr er af Vigaglúmssögu (Glúma 22. k.: ísl. forns. I, 63, og víðar), var einn sona Örnólfs og Yngveldar, og hafa menn þar þótzt finna frumtak til nafns þorvarðs, sonar Lopts hins rika, en það sýnir eitt með öðru, hvé valt er að geta sér til um frændsemi eftir nöfnum einum, ef eigi er annað við að styðjast, því að auðsætt er, að þorvarðr 67) í Sturlungu (3, 10—11: I, 133—134) er neíndr Ein- arr Hallsson (I nafnaskrá Sturlungu er hann nefndr ‘Halla- son’, en óvíst er, að það sé réttara) frá Möðruvöllum (eigi af Möðruvöllum,—og kynni það að gefa í skyn, að hann hafi verið ættaðr þaðan, en eigi átt þar heima), er átt hafi goð- orð og frændsemi sarnan við Onund þorkelsson á Lauga- landi, en eigi verðr með vísu séð, hvort hann hafi verið frá Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem þorvarðr þorgeirsson (Hallasonar) bjó um þær mundir, eða frá Möðruvöllum í Eyafirði, er þó þykir líkara, þar eð sú jörð var kunnara höfðingjasetr frá fornöld oger oftar svo nefnd enn hin, að hún er eigi kennd við héraðið. Einarr Hallsson var samtímis Jóni Ornólfssyni á Möðruvöllum, og hefði þeir t. a. m. verið brœðrasynir, er líklegt, að Hallr Jónsson á Möðruvöllum hafi borið föðurnafn hans.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.