Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 12

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 12
204 mundi legfast lengur en varð sakir andviðris, þangað til hann gæti sjálfur að unnum sigri komið aftur suð- ur i land. En Vilhjálmur var svo hamingjusamur að koma til Englands í tækan tíma. Hefði hann komið litlu fyr eða litlu siðar, er mjög líklegt, að þar hefði hann mætt harðri viðtöku og óvíst hver leikslok mundu orðið hafa. En nú fór svo, að hann og menn hans fengu þar enga mótstöðu; herinn allur gekk á land með spekt og friði; skipin lágu fyrir akkerum og svo nærri hvert öðru sem orðið gat. Normenn gengu fylktu liði á land upp, og sá sem fyrstur steig fæti á land var Vilhjálmur hertogi sjálfur, en honum skrik- aði fótur svo hann féll á hendurnar, þótti liðinu það illur fyrirburður, en Vilhjálmi varð eigi ráða fátt; hann mælti: „eg vitna það til hins almáttuga guðs að nú hefi eg tekið konungsríki mitt að veði, eg held enskri jörð mér í höndum“. J>að er sagt, að einn af liðs- mönnum hertogans hafi rétt honum hönd fulla heys, er tákna skyldi yfirráð hans bæði yfir enskri lóð og öllu er England snerti. „Eg tek við þessu, mælti her- toginn, og guð veri með oss“. Herinn gekk allur á land, eins og nú var sagt, og gengu bogmenn fyrir, en hitt annað liðið á eftir. Var landið því næst kannað þar umhverfis, og urðu menn eigi varir við vopnaða menn. Hertoginn víg- girti Pevensey, og lét þar lið eftir verða til varnar þeim stað, er hann hafði fyrstan tekið á Englandi. Skipin lét hann setja á land og stóðu þau þar í skjóli virkisins. Daginn eftir hélt liðið austur eftir landi og nam staðar við bæ einn, því að þaðan vildi hertoginn stýra þessum minnistæða leiðángri, er vel þykir við eiga að kenna við Hastings, því að þar lét hertoginn sjálfur fyrirberast: en er menn tala um orustuna sjálfa milli Vilhjálms og Haraldar, þá er réttara að kenna

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.