Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 13

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 13
205 hana, eins og forðum var gjört, við Senlac en ekki Hasting. í hinum elztu sagnaritum Englendinga er oft getið um Hastingsborg og Hastingshöfn. f ar hafði Haraldur sett setulið, eins og i Pevensey, en svo virð- ist sem Vilhjálmur hafi tekið þá borg orustulaust. Hastings var að öilum líkindum, eins og flestar aðrar borgir á Englandi, eigi víggirt, og þess vegna eigi tiltöku mál að verja hana fyrir Normönnum. Bærinn er á þeim stað, þar sem ásarnir ganga fram að sjónum, og er þar annað landslag en slétta sú við Pevensey, er Normenn voru nú komnir austur fyrir. Milli ásanna ganga tvö dalverpi til sjávar; í hinu eystra dalverpi er hinn eldri bær, i hinu vestara hinn yngri. Upp á áshryggnum milli þeirra sjást rústir eftir af virki þvi þar sem Vilhjálmur hafði sínar aðal- vígstöðvar. Staðurinn var vel valinn, því að þar réð Vilhjálmur fyrir þremur þjóðvegum, bæði austur og vestur eftir landi og norður áleiðis til Lundúna. Lét Vilhjálmur gjöra þar virki af viði einum, eins og sið- ur var með Normönnum, þegar fljótt þurfti til að taka, en seinna komu einatt upp á þeim stöðum sterkir kastalar af öðru efni. Umhverfis virkið voru grafir °g garðar til varna; en í staðinn fyrir þetta virki, sem duga skyldi að eins um stundar sakir, kom seinna mikill og sterkur kastali. Menn vita eigi með vissu, hvort það var í Pevensey eða í Hastings, að Vilhjálm- ur kannaði lið sitt, og komst að raun um, að hann vantaði ein tvö af skipunum. Spámaður einn hafði sagt Vilhjálmi, að bæði mundi förin yfir sundið gánga að óskum, og þar næst mundi hann leggja undir sig alt England, og það orustulaust. Fyrri hluti þessa spádóms hafði rætst, en óséð var enn hvort siðari hlutinn mundi rætast. En spámanninn sjálfan vantaði. Hann var á öðru hvoru því skipi, er eigi

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.