Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 16

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 16
208 Englands til þess að vinna þar kórónu, og til hennar ætlaði hann að berjast, hvernig sem alt gengi. m. Haraldur konúngur Guðinason sat að sigurveizlu norður í Jórvík er honum kom sú fregn, að Vilhjálm- ur var kominn og herjaði landið. Báru allir eitt og hið sama: að sú hersaga væri sönn, og beiddu kon- únginn hjálpa sínum mönnum. Haraldur hafði, eins og kunnugt er, eigi getað við snúizt til landvarnar þá er Vilhjálmur kom, og nú var sú þraut fyrir höndum er þýngri var, að reka hann aftur úr landi, eftir að hann hafði náð þar fótfestu. Haraldur hafði fyrir skömmu unnið sigur á útlendum óvinaher, nú stóð annar fyrir dyrum öllu geigvænlegri; konungur lét þó eigi hug- fallast; kvaddi hann menn sína til ráðstefnu og sagði þeim frá tíðindum; en allir hétu honum sinni fylgd. |>á bauð konungur, að þegar skyidi halda liðinu suð- ur í land, og jafnframt bauð hann út almenningi af Englandi; dreif þá til hans mikið lið. Haraldur stefndi öllu liði sínu til Lundúna og kom þangað, að öllum líkindum, viku síðar en Vil- hjálmur lendti við Pevensey, og þótti vel áfram hald- ið. Meðan Haraldur beið manna sinna i Lundúnum fór hann til kirkju hins helga kross, er hann hafði sjálfur látið reisa, og baðst þar fyrir og greiddi offur í hinsta sinni, en hét að láta meira af hendi rakna, ef guð gæfi sér sigur. Meðan Haraldur dvaldist í Lúndúnum, kom til hans sendimaður frá Vilhjálmi með þau skilaboð, að hann, uppreistarmaðurinn, skyldi þegar leggja niður konúngdóminn. Sendimaður leiddi Haraldi fyrir sjónir þann rétt, er Vilhjálmur hefði til konúngdóms á Eng- landi, og tjáði honum, að Vilhjálmur væri fús á að láta prófa sinn málstað eftir enskum lögum eða

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.