Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 19

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Síða 19
211 voru samtíða skildu eigi hans fyrirætlan, og af því að hann beið ósigur, hafa menn dæmt gjörðir hans með lítilli vægð. J>ó er það með öllu áreiðanlegt, að ósigur hans var eigi eingöngu liðfæð hans að kenna, og því má treysta, að lið það, er hann hafði, var að hans áliti nægilegt til að vinna það verk, er hann hafði sett sér fyrir mark og mið. Orustan vfð Hastings gaf þannig tveimur hinum mestu hershöfðingjum þeirra tíma tækifæri til að sýna hreysti þeirra og herkunnáttu. Vilhjálmur neyddi Har- ald til orustu; Haraldur neyddi Vilhjálm til að berjast á þeim stað, sem Haraldur vildi, og eigi gat verið betur valinn til varnar, né erfiðari til aðsóknar. Án alls efa hagaði Haraldur svo ferð sinni, að Vilhjálmur yrði til neyddur að ráða á hann, og það á þeim stað sem Haraldur hafði til kosið. Hann hélt viðstöðulaust áfram ferðinni suður eftir Kent og Sussex, nam stað- ar hér um bil 7 enskar mílur frá vígstöðvum Nor- manna og setti herbúðir sínar á hinum nafnkendu hæðum við Senlak. Orustustaðurinn var hyggilega valinn, eins og vænta mátti af duglegum hershöfðingja, þó að sam- tíða landar hans hafi eigi viljað við það kannast, og kent honum um ósigurinn. |>að er í ritum Normanna að leita verður frásagna um hina miklu orustu; þeir láta Englendinga og Harald konúng njóta sannmælis; þeir jafnvel dást að hreysti þeirra og herkunnáttu. í>að var, eins og áður var sagt, áform Haraldar, að ráða eigi a Vilhjálm; orustutilhögun Englendinga um þær mundir gjörði þá alveg ósigrandi, meðan fylkingar þeirra rofnuðu eigi og maður stóð við manns hlið, en þeim var ekki lagið að gjöra áhlaup á mót- stöðumenn sína, Normenn, er höfðu mikið og vel búið riddaralið í n?óti. J>ess vegna varð Haraldur að koma 14*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.