Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 25

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 25
217 litlu gagni koma á þessum orustustað. Meðan Nor- menn sæktu á brekkuna, mundu skotspjót Englendinga vinna þeim mikið tjón, en þegar að girðingunum væri komið og höggorusta tækist, mundu axir Englendinga ríða Normönnum að fullu. fegar konúngur hafði haft tal af njósnarmanni sínum, reið hann þangað fram sem merki hans var, steig af hestinum, og baðst fyrir. Hálsinn var þakinn mönnum, niður um brekkurnar voru girðingarnar, fylk- ingar stóðu þétt og var það sem á skjaldborg eina sæi; eigi var þar árennilegt til uppgöngu. Suðvestan á hálsinum stóð það liðið, er óstyrkast þótti; hafði það komið saman í skyndi suður í landi; var að mestu hlífarlaust, höfðu nokkrir af þeim boga, aðrir sverð eða axir, en flestir spjót eða kylfur, sumir broddstafi eða járnkvíslar, og jafnvel steinvopn. En það var eigi þessum mönnum, sem Haraldur treysti til varnar eður framgöngu. Vaskasta liðið var umhverfis konúnginn sjálfan, var það einvalalið, og hafði fylgt honum í öll- um hans orustum. þ’að lið hafði hjálma og hringa- brynjur, eins og Normenn, skjöldu aflanga, en sumir höfðu buklara; spjótin voru eins og hjá Rómverjum, og var þeim skotið f byrjun orustunnar, en gripið til höggvopna, þegar menn gengust að; sumir báru stór sverð, en sumir axir og hjuggu tveim höndum; höfðu axir eigi tíðkazt á Englandi fyrir daga Knúts ríka, en Haraldur Guðinason hafði haldið því vopni mjög fram, og varð það síðan aðalvopn hjá Englendingum. f>að er eins og sagnariturum Normanna rísi hugur við, er þeir minnast á það vopn. Exin var í hendi sterkra manna hið geigvænlegasta vopn, og sagt var, að Har- aldur feldi bæði manninn og hestinn til jarðar í einu höggi. En þeim er axir báru og hjuggu tveim hönd- um, var hins vegar hætta búin af öllum skot- vopnum.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.