Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 38
230 sonr hans eptir hann. Enn segfir „Brandkr.“, að Ás- björn hafi byggt „þann bæ, er kallaðr var að Lok- hellum, en nú heitir á Hrafnkelsstöðum11, og kynni að mega ráða af þessu, að höf. „Brandkr.“ hafi eigi vitað um hrakning Hrafnkels úr Hrafnkelsdal, því að svo virðist, sem hann eigni Ásbirni fyrstu byggingu Hrafnkelsstaða. En bæði „Hrk.“ og „Fld.“ láta þ>óri búa á Hrafnkelsstöðum eptir föður sinn. Af þessum missögnum er að vísu eigi hægt að draga þá álykt- un, að höf. „Fld.“ hafi eigi þekt „Brandkr.“, því að hér gat hann fundið ástæðu til að fylgja fremr „Hrk“. En nú segir „Brandkr.“ ennfremr, að Ásbjörn hafi átt Hallberu, dóttur Hrollaugs Rögnvaldssonar Mærajarls1, og að Helgi sonr þeirra hafi farið utan nokkru eptir lát föður síns, og verið um hríð í Orkneyjum og Nor- egi hjá frændum sínum. Hér greinast sagnirnar al- gjörlega, því að „Fld.“ getr um ekkert af þessu, þótt höf. hennar gjöri annars ekki minna úr Helga en „Brandkr.“, og mundi því varla vísvitandi dylja ætt- göfgi hans, heldr segir „Fld.“ svo frá, að Ásbjörn hafi átt Oddbjörgu Glúmsdóttur frá þ>uríðarstöðum í Fljótsdal, og nefnir móður hennar J>uríði Hámundar- dóttur sunnan úr þjórsárdal, en þetta virðist vera sprottið af sagnablendingi, nl. örnefnasögum úr Fljóts- dal og aflagaðri sögusögn um ætt Oddbjargar, konu Hrafnkels Freysgoða, sem eptir „Hrk.“ var dóttir Skjaldúlfs úr Laxárdal (=Skjöldólfs frá Skjöldólfsstöð- um á Jökuldal ?). Frásagan í „Brandkr.11 um það, hvernig Oddsstaðir urðu eign Helga, er alveg ósam- hljóða þeirri, sem stendr í „Fld.“, því að þótt eigandi Oddsstaða heiti í báðum sögunum Oddr, þá er hann kallaðr „sindri11 í „Brandkr.“, en hefir ekkert auknefni í „Fld.“; en sonr Odds er nefndr Ósvffr í „Brandkr.“, I) Líklegra er, að hún hafi verið dóttir Hróalds Hrollaugssonar,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.