Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 40
232
sögurnar greinast mjög um nafn hennar, því „Dropl.“
kallar hana Droplaugu, „Fld.“ þorlaugu, og „Brandkr.“
Oddlaugu („systur“ Bessa) („Fld.“ kallarlíka Hólmstein
Bessason ,,Ormstein“). J>essi ósamkvæmni bendir með
öðru á mismunandi sögusagnir og ólíkar sagna upp-
sprettur.
Litlu meiri líkindi eru til þess, að höf. „Fld.“ hafi
þekt „Dropl.“ heldr en „Brandkr.“, því að sögur þess-
ar eru í flestum greinum ósamhljóða, þótt einstök at-
riði séu svipuð. Vil eg nú taka fram ýmislegt, sem
mér finst benda til þess, að höf. „Fld“ hafi ekki þekt
„Dropl.“ heldr farið eptir öðrum frásögnum. — Frá ætt
og uppruna Droplaugar er sagt alt öðruvísi í „Fld.“
en í „Dropl.“, og er þar varla annað sameiginlegt með
þeim, en að frændi Droplaugar býr að Giljum á Jökul-
dal, og heitir Grimr eptir „Fld.“, þar sem hann erlát-
inn vera móðurbróðir hennar, en J>orgrímr eptir „Dropl.“,
sem kallar hann föður hennar1. En af þessu atriði
er ekki hægt að ráða, að höf. „Fld.“ hafi þekt „Dropl.“,
því að lengi gátu haldist munnmæli um það, að Drop-
laug hefði verið ættuð frá Giljum („Gilsá“ eptir
,,Brandkr.“), en þegar æfintýrið um hinn útlenzka upp-
runa hennar myndaðist, hafa hin óvanalegu og æfintýr-
legu nöfn Grímr Mardallarson (í ,,Brandkr.“) og Grímr
Hallernuson (í ,,Fld.“) komið fram af hinu óbreytta
nafni J>orgríms bónda að Giljum.
011 frásagan í „Fld.“ um J>iðranda gamla og syni
hans, utanför J>orvalds og jheimkomu, er einkennileg
fyrir „Fld.“, og miklu líkara til, að hún sé rituð eptir
munnlegri sögusögn, heldr en spunnin út úr þeim fáu
orðum í „Dropl.“ um J>iðranda og syni hans, sem eigi
eru henni ósamhljóða. „Fld.“ lætr Arneiði vera tengda-
móður Þorvalds, en eptir „Dropl.“ er hún amma hans,
x) í „Brandkr.“ er faðir Droplaugar nefndr Grxmr.