Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 47
239
þótt „Dropl.“ of stuttorð ogf sundrlaus, og viljað gjöra
hana greinilegri og skemtilegri, þá hefði hann samt
mátt fylgja þræðinum í henni, og er bágt að skilja,
hvað honum hefði getað gengið til að víkja svo mjög
frá henni bæði að efni og niðrskipun, ef hann hefði
haft hana fyrir sér, og engin önnur rök haft fyrir að-
ferð sinni en eigin hugþótta. Meiri ástæða er til að
halda, að höf. „Fld.“ hafi þekt þáttinn af Gunnari
fiðrandabana, heldr en „Brandkr.“ og „Dropl.“, því
að frásögn „Fld.“ um Gunnar er eigi mjög ósamkvæm
því, sem sagt er frá í þættinum, og niðrröðun viðburð-
anna hér um bil hin sama. En þó bendir margt til
þess, að höf. „Fld.“ hafi ritað það, sem hann segir af
Gunnari, eptir alþýðlegum munnmælasögum, en ekki
eptir þættinum í þeirri mynd, sem hann er nú í, og
varla mun hann heldr hafa haft Laxdælasögu fyrir sér,
er hann reit „Fld.“, því það er í beinni mótsögn bæði
við „Laxd.“ og „Gþ>iðr.“, að „Fld.“ lætr Gelli þorkels-
son vera í förum landa á milli1, þegar Gunnar kemr
til 'Helgafells, enda getr það miklu síðr komist heim
við tímatal heldr en hitt, er bæði „Laxd.“ og „Gf*iðr.“
segja, að Gunnar hafi verið nýkominn til Helgafells,
þegar brúðkaup þeirra forkels Eyjólfssonar og Guð-
rúnar var haldið, og er það því ólíklegra, að höf.
„Fld.“ hefði breytt þessu með ásettu ráði, sem hann
setr víg jpiðranda miklu fyr en það varð, eða lætr
það verða, meðan Helgi Droplaugarson var á lífi, sem
líka er gagnstætt frásögninni í „Gþiðr.2“. Að vísu
finnast megnar timatalsvillur annarstaðar í „Fld.“,
en þó sýnist það ólíklegt, að nokkur sagnaritari mundi
1) Mundi þetta geta verið sprottið af óljósri endrminningu um, að
porkell hafi bjargað Gunnari, þá er hann var sjálfr í förum ?
2) Reyndar er Brodd-Helga getið i „Gf>iðr.“, beint á móti réttu
tímatali, en hann kemr ekkert við aðal-söguna, og er að eins nefndr í
sambandi við póri Englandsfara, sem „Fld.“ getr als ekkert um.