Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Page 58
250 Eg var uppi til examens í haust, og kunni sárlítið í því öllu saman, en huginn brast ekki. f>egar eg settist fyrst nið- ur rjett á móti honum Conferentsráði Schlegel1, sem ogsvo ber krossins byrði, var eg ekki hræddari en eg er núna á með- an eg er að hripa að tarna, og bregður þó flestum við allra fyrst—eg snakkaði mig ogsvo í laud. Síðan hef eg gengið á polytekníska skólann og lært þar náttúrufræði og meiri math- ematík, ætla eg mjer ef auðnan er með að taka þar examen líka. f>að er ekki stórt ljettara en það júridiska. —Nú kemur Msr. Armann og talar hann um provindsialstöndin og fleira, en hvað hjálpar að tala við mína dauðu landa, þeir vilja ekk- ert heyra um landsins gagn og nauðsynjar, en þegar talað er um asnans skugga koma allir gapandi og vilja heyra. f>etta er nú sagt svona við þig, það má enginn heyra, það er heldur ekki mín meining þetta eins og eg hefi málað það. Eg hefi nýlega gefið út pjesa um provindsialstöndin á dönsku, og hefir mönnum þótt hann rjett góður.einkanl. hinumdönsku, þar á móti þykir einstaka íslendingi hann ónýtr, einkanlega þeim sem helzt vildu óska að hann væri það, mín vegna, því börn mæla opt sem vilja. Líklega kem eg ekki að Mælifelli í sumar, því eg held eg haldi mér hérnamegin lækj- arins, þangað til að ári, að minsta kosti, því þó þú vildir taka mig fyrir Capellán sem góðan prédikara, þá held eg bisk- upinn vilji nú ekki vígja mig, fyrst Magnús græni2 er dauður. Eg held eg megi segja að eg verði aldrei geistlegur meir, hvað sem eg tek til bragðs, en hefði eg orðið reject við exa- men, þá hefði eg orðið það strax uppá tímann. Eg bið nú að heilsa konunni þinni ástsamliga frá mér og konunni og drengnum, o: stráknum honum Einari litla3, 1) Háskólakennari í lögum. 2) Magnús prestur, sonur sfra Sigurðar i Goðdölum, var svo nefnd- ur ; þótti enginn merkismaður. 3) pessi sonur Baldvins lifir enn, og á heima i Altóna á þýzka- landi.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.