Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 61

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Side 61
fundust, lenti tal þeirra allt í sögum og fróðleik, sem biskup unni svo mjög. Er mælt að biskup hafi skorað á Kolbein, að yrkja rímur út af einhverri þeirri sögu, sem hann hefði aldrei heyrt, en það efni hefir naumast verið auðvalið, er biskup þekkti ekkert; kvað þá Kolbeinn rímur af Sveini Múkssyni og sendi Brynjólfi biskupi, en heyrt hefi eg að biskup hafi þá gefið honum 10 hundruð í Brimilsvöllum, en ekki lO dali, og þar var Kolbeinn síðast og mun hafa dáið þar. Ókunnugt er mér, nær hann hefir dáið, en svo er að sjá, sem hann væri enn á lífi 1682, því það ár voru prentaðir: «Nockrer Psalmar, sem syngiast meiga Kvölld og Morgna vm alla vikuna, orðter af Kolbeine Grijmssyne, wt af Bænabók D. Johannis Havennan. þryckter á Hoolum í Hialltadal Anno 1682». Eg hygg, að hefði Kolbeinn þá verið andaður, þá hefði verið prentað: «af Kolbeine sál.», því svo mun optast standa á fornprentuðum bókum, þegar höfundarnir voru dauðir. Sálmar þessir eptir Kolbein eru 14 að tölu. Hann hefir og orkt kvæði, sem enn eru til í handritum, Dýrðar- dikt, Skilnaðarskrá o. fl. þeir tvennir rímnaflokkar eptir Kolbein, Sveins rímur og Grettis rímur, eru enn til; þær hefi eg að eins sóð á einu handriti sem eg á, og hvergi heyrt um aðrar getið. Jeg skal í fáum orðum, að síðustu, lýsa handritinu. Bókin er í arkarbroti, og eru á henni alls 7 rímnaflokkar. 1. Haralds rímur Hrings bana, 12 að tölu. 2. Rímur af Grími jarlssyni, 4 að tölu. 3. Rímur af Fljótsdælu, eða Droplaugar- sonasögu hinni lengri, 22 að tölu. 4. Rímur af Brávalla- bardaga, 10 að tölu, með útleggingu höfundarins á íslenzku og latínu. Allir þessir fernir flokkar eru orktir af Arna Böðvarssyni á Ökrum, og skrifaðir með hans eigin hendi 1762. 5. flokkurinn er: Rímur af Rollant, 18 að tölu, orktar af þórði Magnússyni á Strjúgi, einnig með hönd Árna Böðvars- sonar. Aptan við þær hefir Jón Espólín skrifað grein, 1819, og hrósar hann þar rímunum. 6. flokkurinn er: Rímur af Sveini Múkssyni, einnig með hönd Arna; er svo að sjá, sem af síðustu rfmunni vanti eitthvað lítið af niðurlaginu, því höf-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.