Eimreiðin - 01.05.1896, Side 7
§7
»Svo það heldur þú, karl minn?« sagði Sigvaldi þá og komst
tafarlaust í hita. »rað voru ónytjungarnir og eyðsluseggirnir, sem
hrundu niður, skal jeg segja þjer. En það var af því, að ekki voru
allir látnir eyða og spenna í alla bölvaða vitleysu, að ekki hrundu
allir niður. Það er meiningin, karl minn. Eað er munurinn á
forfeðrum okkar og okkur. Já, víst hrundu þeir niður, ónytjung-
arnir og eyðsluseggirnir, og strádrápust, náttúrlega. Er það ekki
það sem jeg hef ævinnlega sagt?«
Og svo var hann vanur að reka upp háan og langan hlátur,
eins og það væri ein allra-ánægjulegasta sönnunin fyrir hans máli,
að fólk hafði hrunið niður og strádrepizt.
En á siðari tímum var farið að bóla á allmegnri mótspyrnu
gegn Sigvalda og skoðunum hans, og það bætti ekki skap hans.
Einkum hafði hann nýlega átt í allharðri rimmu út af brú, er
hina yngri menn langaði til að fá komið á vatnsmikla á, illa yfir-
ferðar, sem rann um sýsluna, á, sem meðal annars var hvimleið
fyrir það, að aldrei mátti reiða sig á ís á henni, heldur hafði hún
til að ryðja sig, hvernig sem veður var. Þeim hafði hugkvæmzt
að fá landssjóð til að borga helminginn; og með því að áhugi
hafði komið fram i þinginu síðustu árin á því, að brúa stórár
landsins, þá voru miklar líkur til, að þingið mundi ekki láta standa
á sjer. En svo ætluðu þeir sýslubúum að standast hinn helming-
inn af kostnaðinum. Að þessari á lá aukalæknisumdæmi Sveins
Sveinssonar, en eigi alllangt frá henni hinum megin hafði hjeraðs-
læknirinn aðsetur sitt. Móti þessari 'fyrirhuguðu brú hafði Sigvaldi
barizt af megnasta ofurkappi bæði heima í sveit sinni og í sýslu-
nefndinni. Hann vildi hvorki að landssjóður nje sýslan færi að
kosta til hennar — hún væri ekkert annað en óþarfi, ekkert annað
en eyðsla. Menn gætu riðið ána, eins og að undanförnu, og farið
hana á ferju, þegar hún væri óreið, og setið heima á rassinum,
þegar hún væri ófær á ferju — og það ættu menn langoptast að
gera, bara sitja heima á rassinum, karl minn, eins og menn hefðu
gert í gamla daga.
Honum hafði tekizt að fá brúarmálið fellt í sýslunefndinni,
en með mestu herkjum, því að ekki munaði nema einu atkvæði.
Hann gekk þess vegna að því vísu, að brúarmennirnir mundu
byrja af nýju. Og þá var vansjeð, hvernig fara mundi. Brúar-
málið hjekk yfir höfði hans eins og sverð, eða öllu heldur vofði
yfir honum eins og eldgos yfir höfðum manna, sem við eldfjalla-