Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 40

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 40
120 saman, aðrar aðeins í endana o. s. frv. — hvaða sýki gangi að skepnu þeirri, er þær finnast i. Þær auka kyn sitt á þann hátt, að þær klofna í miðju, og verður hver hluti fyrir sig að nýrri bakteriu og geta þær þannig hundraðfaldazt á skömmum tíma, ef ekkert amar að þeim. Ef í hart lendir, geta margar þeirra brugðið sjer í annað líki og kallast þá »sporar«; eru þær þá mörgum sinnum lífseigari. Má hjer nefna til bakteríu þá, er veldur miltisbrandi hjá dýrum og lifir einkum í blóði þeirra. Sjálfa bakteríuna er í raun og veru fremur hægt að drepa, enda getur hún ekki í því líki æxlazt og þróazt nema í dýrum með heitu blóði; þegar því dýrið er dautt og kalt og blóðið runnið úr því, væri bakteríunni ekkert vísara en bráður bani, ef hún gæti þá ekki brugðið sjer í hina illræmdu spora, sem mörg ár geta lifað í dvala, án þess að fá nokkra nær- ingu; lendi þeir svo einhvers staðar, þar sem þeir kunna við sig, breytast þeir aptur i hinar eiginlegu bakteríur og byrja svo á nýjan leik. Þannig er það sporunum að kenna, að sýkin getur flutzt með þurrum húðum. — Það er því nauðsynlegt, að eyðileggja bak- teríuna, áður en sporarnir myndast, með þvi að sótthreinsa, svo fljótt sem auðið er, alla þá staði, þar sem sjúklingurinn hefur verið, og grafa skrokkinn með húð og hári í jörðu niður, en ekki að láta hann liggja og rotna ofanjarðar, eins og sumstaðar er siður. Þar eð bakteríur vantar blaðgrænu, geta þær ekki notað kola- sýru þá, sem er í loptinu, sjer tii fæðu, og eru þvi neyddar til að lifa af sm'kjum, annaðhvort í dýrum eða jurtum, eða þá dauðurn leifum þeirra. Sumar lifa á hvorntveggja hátt; þó þola þær ekki sýru (sur Reaktion) til lengdar. Fannig þolir miltisbrandsbakterían ekki magasýruna, en þó þola sporarnir hana. Ekki geta bakteriur lifað og margfaldazt nema í ákveðnum hita, sem raunar er mis- munandi fyrir hinar ýmsu tegundir, en þó á likamshiti dýranna (með heitu blóði), 350—40°, bezt við allan þorra þeirra, er veikind- um valda. Vaxi hitinn meira, deyfist lífsafl þeirra og við 6o°— 800 hita deyja þær flestar; þó þola sporarnir miklu rneira. Kulda þola þær miklu betur en hita. Það má því nota suðu og sjóðandi vatn sem sótthreinsunarmeðal. Eitt af lífsskilyrðum bakterianna er vætan; vanti hana, geta þær ekki aukið kyn sitt, og sjeu þær ekki gæddar þeirri gáfu, að geta breytt sjer í spora, eða fái þær ekki tíma til þess, deyja þær von bráðar. Eiægt er að deyfa verkun þeirra með því, að þurka þær eða það, sem þær eru í, ákveðinn tíma, og kemur það að notum við ýmsar bólusetningar. Allflestar bakteríur geta ekki æxlazt og þróazt án súrefnis (a'érobe), en þó eru sumar svo gerðar, að þær geta eigi að eins verið án þess, heldur jafnvel þola það ver en eitur (anaérobe), og eru þær í því ólíkar öllum öðrum lifandi verum. Bakteríur eru og frábrugðnar öðmm verum í því, að þær elska myrkrið en hata ljósið, enda geta sólargeislarnir snöggdrepið sumar þeirra. Þótt smáar sjeu, geta margar þeirra hreyft sig að eigin vild, en aðrar verða að liggja, þar sem þær eru komnar, og hreyfast að eins með þeim efnum, sem þær eru í. Enn má geta þess, að ýms eru þau efni til, er bakteríur alls ekki þola, og hafa menn því notað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.