Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 42

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 42
122 bakteríur«), og er einkum talað um þær hjer. Til hins flokksins má þá teíja þær, er ekkert eru við sjúkdóma riðnar; þó er opt ekki unnt að greina skarpt á niilli flokkanna, því að stundum geta þær bakteríur valdið meinum, er annars eru taldar meinlausar, og hins vegar getur pestnæmi eða sýkimagn (Virulens) einnar og sömu sýkibakteríu verið mjög mismunandi á ýmsum tímum. Enn fremur getur sama bakterían verið meinlaus ákveðnu dýri eða dýrategund, en skaðvæn öðrum. — Til síðari flokksins má meðal annara telja bakteríu þá, er veldur sýru i mjólk, en það er einkum, er heitt er á sumrum, og er því ráðlegt að sjóða vel og þvo mjólkurílát, því að við það drepst bakterían. Aðrar bakteríur gjöra það að verkum, að mjólkin eða rjóminn verður blár eða rauður. Jeg hefi nú farið nokkrum orðum um bakteríur, lýst stuttlega háttum þeirra og einkennum, en áður en jeg fer lengra út í þetta mál, vil jeg minnast lítið eitt á hinn aðila málsins, líkama dýranna. Oll hin æðri dýr eru byggð af ótal frumlum, sem eru ekki stórum stærri en bakteríurnar. Þeim má skipta í ýmsa flokka eptir starfa þeim, er þær hafa á hendi og er hver flokkurinn öðrum ólíkur (t. a. m. taugafrumlur, vöðvafrumlur, yfirhúðarfrumlur o. fl.). Þær. líkjast þó hver annarri í því, að þær eru að vissu leyti sjálf- stæðar, þær geta fjölgað og dáið, án þess að heildin deyi með, en ekki geta þær eins og bakteríurnar lifað hver út af fyrir sig. Þær eru flestar staðbundnar og þurfa þvi að láta færa sjer það heim til sín, er þær þurfa til að halda við lífinu. Þetta allt fá þær með blóðinu, sem myndað er af rauðum og hvíturn blóðkornum og tærum vökva (»blóðvatn«), er kornin sveima í. Blóðkornin eru ólík hinum frumlunum í því, að þau eru á sífelldri rás, og þar að auki geta hvítu kornin hreyft sig eptir eigin vild. Aðalstarf rauðu kornanna er, að færa hinum frumlunum súrefnið, sem þau fá í lungunum. Með blóðinu fá frumlurnar einnig næringarefnin frá meltingarfærunum. Fái þær ekki súrefnið, af hvaða ástæðu sem það er, þá deyja þær bráðlega; dýrið deyr köfnunardauða. Sje næringin ekki í lagi, dragast þær upp; dýrið deyr hordauða. Breyt- ing sú, er verður í hverri frumlu, bæði á súrefninu og næringar- efnunum, kallast efnabreyting (Stofskifte), og er hún skilyrði fyrir lífinu. Það er því nauðsynlegt, að hún sje alltaf í góðu lagi. Það er því miklu nær, að skoða baráttuna milli dýra og bakt- eria sem viðureign tveggja viðlíka stórra vera, og er líf og heil- brigði dýrsins þá komið undir þvi, hvorar smáveranna verða ofan á. Sjeu hinar einstöku frumlur dýrsins veikar fyrir eða vanti þær nauðsynlega næringu, sje t. a. m. blóðrásin hindruð eða blóðið sjálft fátækt af næringarefnum, efnabreytingin í ólagi, þegar óvin- irnir ráðast á þær, þá er hætt við, að þeir færi sig upp á skaptið, svo að heildinni sje hætta búin. Hitti bakteríurnar þar á móti andstæðlinga sína óveiklaða, i blóma og fjöri lífsins, er ekki ólík- legt, að þær verði að lúta í lægra haldi — veikin batni. Mætti hjer minna á, hve opt og einatt smásár geta orðið hættulegri mögrum og veikluðum skepnum en þeim, sem eru í góðu standi. Til skamms tíma hafa menn hald'ið, að bakteríur þær, er lifa

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (01.05.1896)
https://timarit.is/issue/178845

Link til denne side:

Link til denne artikel: Brúin.
https://timarit.is/gegnir/991004008709706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (01.05.1896)

Gongd: