Eimreiðin - 01.05.1896, Side 48
128
Það er einkennileg hlið á Islandi, íslenzku þjóðinni og hugsunar-
hætti hennar, sem kemur fram í kvæðum Gr. Th. Island kemur ein-
göngu fram sem forna sögulandið og að eins sú hlið þjóðlífsins, er að
fornöldinni veit. Velji hann nútíðarmenn til að lýsa, eru það skilgetnir
synir hinna gömlu manna, »fornir í skapi og fornir í máli«. Við eigum
margar lýsingar af Fjallkonunni fornu með fannafaldinn. Allt frá dögurn
Eggerts Ólafssonar hafa flest islenzk skáld spreytt sig á þeirri mynd.
Hjá Grimi er þetta einkennilegast við hana:
»HörB og vitur
háleit situr
hún við norðurpól
segulsteins á stól.«
Hún situr i norðrinu »hörð og
vitur«; það er hin spaka forn-
mannafóstra. Og i hinu eina
hvatakvæði, sem hann hefur ort:
»A fœtur«, er auðvitað bent til
að feta í feðranna spor, og er
ekkert móti þvi hafandi. En þar
er líka þessi ágæta lýsing á land-
inu:
»Aldnar róma raddir þar,
reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ,
sefur hetja á hverjum bæ.«
Á hverjum bæ sefur hetja, þvi
landið »stendur á gömlum merg«,
þar er enn táp og frískir menn.
Grimur þarf að hafa hið stórskorna
og hrikalega, kjarkinn og kraptinn,
til að kveða um; annað á ekki
við hann. Þvi velur hann svo opt
fornaldarlifið. Og hvergi, að þvi
er jeg til þekki, kemur það jafn-
náttúrlega fram i síðari tima kveð-
skap og hjá honum, eða jafnnærri
þeirri hugmynd, sem sögurnar gefa
af því.
Náttúruna skilur hann bezt þar, sem engin sjást mannamerki og hún
talar i hrikadýrð sinni »ein við sjálfa sig«, svo sem uppi á Sprengisandi,
þar sem rnenn hljóta að hrökkva við, ef hið minnsta hljóð eða hó
heyrist, því það hlýtur að vera frá útilegumönnum eða tröllum, — eða
niðri á Sólheimasandi. Myndin, sem hann tekur af náttúrunni þar, er
bæði rammíslenzk og ágætlega gerð. Áin situr þar og spinnur, lyppar
hana í lárinn sinn; hún er að tæta loðna mjallareyfið, sem breitt er út
allt i kringum hana. En jökullinn situr hjá og horfir á og hallar undir
flatt, svo að hettan sígur öðrum megin mjög niður af skallanum. Pessar
líkingar eru ekki keyptar i búðunum. Jafneinkennilegt er það og, er
hann lætur álfana hlaupa út urn svellin og tina tunglsgeislana til að snúa