Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 52

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 52
132 hann flýtur með hraða, svo enginn veit af hann óðara’ er horfinn í gleymskunnar haf. Hinn stórlyndi leitar á strauminn sem lax og sterklega bylgjurnar klýfur; hann stiklar upp flúðir og fossa, og strax hann fyrirstöð sjerhverja rýfur; en þegar að haustar, hann hopa má þó og hverfa til rnarar, þar’s áður hann bjó. Hinn jafnlyndi’ og fastlyndi stendur sem steinn í straumi, sem beljar og æðir; og laxinn, sem stritar mót strauminum beinn, og stráið, sem flýtur, hann hæðir; en þótt hann sje fastur, hann samt mun um síð þó sverfast og hverfa með líðandi tíð. Hinn þunglyndi velkist og hverfist sem hjól í hringiðu svalköldum straumi; hann marar í kafi og sjer aldrei sól, en svolitla glætu í draumi, — unz hringiðustraumurinn hrifur hann snar í hyldýpið niður og grefur hann þar. Valdimar Briem. t Jarðeplasykin. Á sýki þessari bólaði fyrst á írlandi (1843) og í Ameríku; þar geisaði hún á árunum 1843—44. En 1845 tóku menn fyrst almennt að gefa henni gaum, þvi þá geisaði hún ákaft víða í Norðurálfunni. Fannst það brátt, hvað sýki þessari olli, og er það ofurlítill sveppur, er lifir í jarðeplunum. Pað kom einnig skjótt i ljós, að sýkin var næm, og reyndu menn á ýmsan hátt að sporna við henni. Hefur nú svo mikið áunnizt, að auðið er að verja jarðeplagarða, ef rjett er að farið. Ef sýkin er látin eiga sig, gjörir hún jarðepladýrkendum stórtjón. Eigi hefur orðið vart við sýki þessa á íslandi, að þvi er mjer er kunnugt, fyr en sumarið 1895. I3á bar á heríni i Reykjavik, og skrifaði jeg þá nokkrar leiðbeiningar fyrir almenning i ísafold. Með því að sýki þessi er allskæð og getur auðvitað valdið tjóni i

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.