Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 2
102
Pykist ég sama sjá
Svipinn, og þekkja, á
Framdal og fjallbungu hveldri
Eins og ber móðir mín
Mjallkrýnd, hún systir þín;
Pú ert samt þroskaðri, eldri.
— — Hvert sem þig hvelið ber,
Hvern veg sem reiknað er,
Syng þú mér, ættingi, óð um
Alt sem þú hatar, ant,
Alt sem þú fanst og kant.
Sendu mér — land þitt í ljóðum.
II. SÆTTIN.
Mannsáldurs-styrjöld var stöðvuð,
Stríðendur gengnir til sætta,
Fámennis hugur var farinn
Fanst kominn tími að hætta.
Nú vóru fullhugar fallnir
Fremstir er sókt höfðu’ og barist;
Protnir og þaggaðir niður
Peir sem að lengst gátu varist.
Úti var glaumur á götum,
Glaðværð í þinghúsum inni,
Hljómuðu kirkjur og hallir
Hástöfuð fagnaðar-minni;
Friðsemi hátíð var haldin.
Hæst sté þó gleðin til skýja
Par sem að fyrirrúm fyltu
Forkólfar sáttmálans nýja.
Utan frá ysmiklu stræti
Öidungur gekk þar í salinn;
Skygndist um einstæðings-augum,
Alvara’ í svipnum var falin;