Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 66
22Ó þrjú reisti Dick sig upp í ístöðunnm og rak upp óp mikið. Stjörn- urnar blikuðu gegnum rifur skýjanna, og fyrir framan hann, hinu- megin við sléttuna, risu upp tvær spírur, ein merkisstöng og óreglu- leg röð myrkra húsa. Dick hringlaði sporunum og sveiflaði svip- unni, en Jovita stökk áfram. Undir eins þutu þau inn í bæinn, Tuttleville og námu staðar við tréstólpagöngin fyrir framan »Gisti- höll allra þjóða«. fað, sem gerðist í Tuttleville þessa nótt, er reyndar eigi nauðsynlegur þáttur í frásögu þessari. Eg verð þó stuttlega að geta þess, að Jovita var fengin í hendur syfjuðum hestasveini. Hún gerði hann undir eins glaðvakandi með óviðfeldnu höggi. En Dick hóf göngu sína með veitingasveininum um sofandi bæ- inn. Ljós skein frá nokkrum drykkjustofum og spilahúsum. Hjá þessum húsum sneiddu þeir, en námu alloft staðar fyrir framan lokaðar búðir. Með þolgóðum höggum á dyrnar, hrópi og kalli tókst þeim að koma eigendunum upp úr rúmunum, fá þá til að opna búðirnar og sýna varninginn. Stundum var þeim fagnað með blótsyrðum, en oftast var þeim tekið vel og gefið í staupinu, þegar erindinu var lokið. Klukkan var orðin þrjú, áður en þess- ari skemti-umferð var lokið. Dick sneri síðan aftur til gistihússins. Hann hafði spent um herðar sér dálítinn böggul, vafinn innan í vatnshelt strokleður. En hér veitti fegurðin honum fyrirsát — fegurð auðug að yndisþokka, áburðarmikil að búningi, tælandi í orðum og spænsk að framburði! Hún bauð honum heim til »Excelsior« og trekaði heimboð sitt. Til allrar hamingju er hún fyrirlitin af öllum ungum sveinum, sem iðka fjallagöngur. Og þetta Sierra-barn1 neitaði henni, — um leið og hann mýkti neitunina með hlátri og síðasta gullmolanum sínum. Síðan hljóp Dick á bak og flýtti sér niður eftir mannlausri götunni út á sléttuna, sem var enn þá eyðilegri. Brátt sigu ljósin, myrk röð húsanna, spírurnar og merkisstöngin að baki honum í jörð niður og hurfu álengdar. Stormurinn hafði sópað skýjunum burt. Veðrið var kalt og hreint, og landið umhverfis sást allglögglega. Klukkan var hálf- fjögur, áður en Dick kom að bænhúsinu og krossgötunum. Hann hafði lagt krók á leið sína til þess að forðast bröttustu hólana. Jovita sökk við hvert stökk upp fyrir hótskeggið í seiga forina. Simpson’s Bar, þar sem Dick átti heima, var eigi langt frá Sierra Nevada. fýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.