Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 17
iy7
Ég bjóst við að kastaði birtu um jörð
og blessandi hjörð
liði hýr yfir holtin og bæinn;
nú dynja útsynnings-höglin hörð
um harðfrosin börð,
og rokviðrið rífur upp sæinn.
Ég vænti þó einhvers — þá alt er svo hljótt
um undranna nótt,
ég brýt þessa hélubranda,
því gjörla ég vil út um gluggann sjá
hvað gengur nú á —
og hægt því á héluna anda.
II.
Fyrir tunglið miklir skuggar skeiða. —
Skelfilegir flókar sundur breiða
eins og svartar voðir vængjabörð.
Líkt og hleypi göndum, grimm í brúnum,
gamalkunnug flögð úr sagnarúnum,
líti grænum glirnum yfir jörð.
Logafextir fararskjótar mása
fram úr vitum hrævareldum blása
veltur löður vargabrjóstum frá — — —
Loftið hamast, hamslaust, óstöðvandi,
hart og myrkt sem tryltur berserksandi,
sem ei bæn né blíða vinnur á.
Og nóttin sú arna’ á að færa oss frið —
sá friður mun koma frá annarri hlið,
því guð hefir storminum leyft sér að leika,
og hann leikur til morguns, það varla mun skeika.
III.
Nú finst mér sem ára-andlit líta
hér inn gegnum rúðuna héluhvíta.
Hvað, ári í nótt —? Það er engilsins bjarta
ásýnd! — því miður, það skelfir mitt hjarta.
12