Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 34
194 Annars er R. Joh. vanalega kallaður Hrólfur, og lætur hann sér bæði nöfnin jafnkær. Eitt er og víst, að það mikið eða lítið, sem eldra og þrosk- aða fólkið talar af íslenzku, er í heild sinni hreinna og nær bók- málinu en margt það, sem við hinir sleppum hversdagslega. En um börn allra þessara manna gildir það nær undantekn- ingarlaust, að enginn maður heyrir annað, en þau eigi alíslenzka foreldra öll saman. Eg sé ekki betur en að þessi börn hinna innfluttu útlendinga séu að öllu leyti jafngildir og ómengaðir Islendingar, eins og vér erum hinir. Ekki getur málinu orðið hætta búin frá þeim, því þar verða þau að öllu jafnsnjöll jafnöldrum sínum öðrum, og þjóð- erninu ekki heldur, því það er jafnvel sumum af þeim kappsmál að heita og vera lslendingar og kannast ekki við annað þjóðerni. Enda er það með öllu réttmæli og samkvæmt málsvenju forn- manna bæði á íslandi og í Noregi. Eg hefi hvergi orðið annars var, en að þessi börn öll hefði sama ræktar- og velvildarhug til þessa fósturlands síns sem við öll og það eins, hvort sem þau eru borin hér eða í Noregi, enda sjá þau ekki annað fyrir sér hjá foreldrum sínum, því þeir skoða líka þetta land sem aðra ættjörð sína, þar sem þeir sjálfir ætla að bera beinin og láta börn sín taka við, þar sem þeir hætta. Peir verja því efnum sínum og kröftum með þarfir lands og þjóðar fyrir augum, engu síður en vér, elska heill og framfarir landsins, engu síður en vér, og taka sumir hverjir með trúleik og áhuga þátt í landsmálum, sem þeir innbornir menn, er bezt gera. Innflutningur útlendinga og blöndun þjóðernanna sýnist því ekki hafa haft neitt skaðsamlegt í för með sér, en ýmislegt gott. Málinu hefir þetta ekki spilt. Pað mun ekki vera verra á Seyðis- firði en í öðrum kaupstöðum umhverfis land, að Reykjavík máske undantekinni, þar sem fólkið berst að jafnharðan í hópum úr sveitunum Rækt til landsins munu þessir menn hvorki spilla né heldur niðjar þeirra. ?eir gætu þvert á móti verið þeim holl bending, sem miklast af því, að vera ættbornir hér kynslóð eftir kynslóð, en fara þó af landi burt að nauðsynjalausu og gera það svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.