Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 31
inn ab vera hér nema 19 ár, en er Norðmaður að ætt og upp- alinn í Noregi. Pegar nú litið er til þess, að hér eru flestir ekki eldri en 10 —15 ára búar og borgarar, þá er það mjög eðlileg tilfinning hjá Seyðfirðingum, að þeir séu í rauninni allir jafngamlir, og að nýju andlitin séu hér því jafnborin hinum eldri til valda og metorða, undir eins og allir þekkja þau, og nái þau þó hvorugu, þá er það ekki af því, að andlitin eru ný, heldur af því, Seyðfirðingum lízt ekki á þau. Eftir þekkingu minni og spurnum af öðrum bæjum og þorp- um á Islandi, hygg ég að þessi einkennilegi mannjöfnuður sé nokkuð einstakur hér og sé eitt af því sem gefur lífinu hér dá- lítið sérstakan svip og bænum sérstakan brag. Þjóbernisblendingurinn hér mun þó vera aðalorsökin til þessa einkennissvips, sem menn sjá á Seyðisfirði, og einkum orsökin til útlenda bragðsins, þó stórfyrirtæki Ottó Wathnes og annarra eigi og vafalaust sinn þátt í því líka. Hér eru búsettir útlendingar stórum fleiri að tiltölu en í nokkr- um hinna bæjanna, og þó þeir séu ekki nema tæpur áttundi hluti bæjarbúa að tölunni til, þá ber svo á þeim, sem þeir væru þriðj- ungur eða meira. Eví veldur staða þeirra og atvinna. Hér heyra því aðkomandi menn margfalt meira til útlendra tungna, norsku, dönsku og jafnvel færeyisku, en í nokkrum hinna bæjanna, bæði á götum og í húsum, því þó komið sé í hús, þar sem húslið alt er íslenzkt, þá getur það verið hrein hending, hvort þar er töluð íslenzka, danska eða norska þá stundina, því það getur þá farið eftir því, hver gestur er kominn. Eetta finst aðkomumönnum óviðkunnanlegt, og ef til vill óskemtilegt og óþjóðlegt, en Seyöfirðinga ónáðar það ekki; þeim er þetta daglegt brauð, daglegur hljómur, og þeim eru flestum tungurnar jafntamar. En þó þessi þjóðablendingur sé einkennilegur Seyðisfirði og með öllu einstakur hér á landi nú, þá gerir hann þó hvorki bæj- arbrag né lifnaðarhætti hér í neinu verulegu frábrugðna því, sem ég þekki t. d. í Reykjavík. Að vísu hefir hver komið með lítið eitt af sínum húsgoðum og sínu smádóti heimanað frá sér, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.